Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 22
Í18 SKlNFAXl ritari og Jón Árnason gjaldkeri. Með- stjórnendur: Stefán Árnason og Baldur Kristinsson. Tryggvi Sigmundsson. Merkisafmæli Ungmennafélags Stokkseyrar. Ungmennafélag Stokkseyrar hélt nýlega myndarlega samkomu í tilefni af fimm- tugsafmæli sinu, en félagið var stofnað 15. marz árið 1908. Samkoman var f jölmenn, og sóttu hana bæði eldri og yngri félagar. Margar ræð- ur voru fluttar, og framkvæmdastjóri U.M.F.I., Skúli Þorsteinsson, sem var boðsgestur á samkomunni, flutti ávarp frá sambandinu og aflienti að gjöf frá því borðfánastöng. Blandaður kór söng á samkomunni, og þar var sýnt leikrit. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Baldur Teitsson; ritari: Frímann Sigurðs- son; gjaldkeri: Hjörtur Sæmundsson, og meðstjórnendur: Eyjólfur Eyjólfsson og Kristín Jónsdóttir. Félagið hefur gefið út myndarlegt af- mælisrit, sem flytur margar greinar um stofnun og starfsemi félagsins. Formála skrifar núverandi formaður, Baldur Teits- son. Hann segir svo að lokum: „Það er trú okkar og von, að félag okkar megi bér eftir sem liingað til stuðla að liollu starfi ungs fólks á Stokkseyri og finna verkefnin, sem alltaf bíða. Ábyrg, starfsglöð æska, sem þekkir skyldur sínar við land sitt, tungu og sögu, eru þeir horn- steinar, sem sjálfstæði og framtíð íslenzku þjóðarinnar byggist á. Heill fylgi starfi félagsins um ókomin ár.“ Meðal þess efnis, sem ritið flytur, er afmæliskvæði eftir Einar M. Jónsson, sem er Stokkseyringur og gamall ungmenna- félagi. Skinfaxi birtir nú þetta kvæði. Frá skrifstofu U.IU.F.Í. U.M.F. Fjöllunga. 1 2. hefti Skinfaxa var þess getið, að Ung- mennafélag Hrunamanna væri til fyrirmyndar og eftirbreytni um söfnun kaupenda Skinfaxa, og er þar ekkert ofmælt. En vert er að geta annars ungmennafélags, sem einnig er til sannrar fyrirmyndar i þessu efni. Það er Ung- mennafélag Fjöllunga á Hólsfjöllum, en þar eru keypt fleiri eintök en sem svarar fjölda bæjanna í sveitinni, og skil á andvirði blaðs- ins eru sérlega góð. ----------------♦ Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi hefur lofað að rifja upp fyrir lesendum Skin- faxa helztu afrek á vettvangi íþróttanna á vegum ungmennafélaga og héraðssambanda á árinu 1958. En hann hafði ekki fengið yfirlit yfir allar helztu keppnir, þegar þetta hefti fór í prentun. Ungmennafélagar hafa ýmsir látið í ljós við ritstjóra Skin- faxa, að þá skorti tíma og æfingu til að skrifa skýrslur um merka atburði í félagslífinu eða greinar um hugðarefni sín. Ritstjórinn tekur öllu, sem honum er sent og rétt er hermt og hugsað, með mestu þökkum, og lætur sig ekki muna um að víkja til orði, ef þess gerist þörf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.