Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 3

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 3
Landsmótið á Eiðum Enn voru veðurguðirnir okkur hlið- hollir. Við vöknuðum í björtu sólskini eldsnemma laugardagsmorguninn 13. júlí austur á Eiðum. Það var blásið í lúðra og sveitir þátttakenda úr öllum landshlutum fylktu liði á knattspyrnu- vellinum við barnaskólann. — Þaðan gengu allir þátttakendur undir fánum til frjálsíþróttavallarins, þar sem sveit- irnar stóðu í skipulegum fylkingum meðan mótið var sett. Fremst í skrúð- göngunni gekk stjórn Ungmennafélags íslands og aðrir forystumenn íþrótta- og æskulýðsmála. Sveit Héraðssam- bandsins Skarphéðins gekk fyrst kepp- endasveitanna, en HSK var gestgjaf- inn á síðasta landsmóti. Síðan komu þátttökusveitir hinna ýmsu héraðssam banda og félaga og síðast gekk sveit gestgjafanna 1968, Ungmenna- og í- þróttasambands Austurlands. Þetta var mikið lið og frítt. Aldrei höfðu svona margir þátttakendur verið á landsmóti UMFI. I einstaklingsgrein- um voru á fimmta hundrað keppendur skráðir til leiks, og auk þess voru hinar fjölmennu sveitir hópíþrótta, knatt- leikja og íþróttasýninga. Landsmót UMFl eru langstærstu íþróttamót sem haldin eru hér á landi og þetta var það stærsta til þessa að því er varðar f jölda keppenda. Setning mótsins Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi var mótsstjóri á landsmótinu nú eins og undanfarið, og stjómaði hann skrúð- göngu þátttakenda, sem var hin til- komumesta. I fararbroddi fór Lúðra- sveit Neskaupstaðar, sem lék göngu- lög undir stjórn Haralds Guðmunds- sonar. Fyrir göngunni báru tveir stjórn armenn UMFÍ, þeir Hafsteinn Þor- valdsson og Sigurður Guðmundsson, íslenzka fánann og Hvítbláinn, en síðan gekk fylkingin eins og áður er lýst. Þeg- ar staðnæmst var á frjálsíþrótta- Þorsteinn Einarsson, mótsstjóri og sveit Ey- firðinga. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.