Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 6
um þangað og þaðan um mótstímann. Þeir keppendur, sem lengsta leið áttu, voru þátttakendur Héraðssambandsins Skarphéðins, en þeir völdu landleiðina fyrst og fremst af félagslegum ástæð- um. Fyrir þá var þetta jafnframt skemmtiferð og góður félagsandi treyst ist jafnan í slíkum ferðum. Þetta voru tvær langar dagleiðir fyrir Skarphéð- insfólkið, en það gisti í Vaglaskógi á leiðinni. I þeirra hópi var hinn gamalkunni ungmennafélagsleiðtogi Sig. Greipsson í Haukadal, sem alltaf er í hópnum, þegar mikið er um að vera, og hann er jafnan hrókur alls fagnaðar, þótt kominn sé á áttræðisaldur. Hinn stóri hópur Skarphéðins kom til Eiða að kvöldi fimmtudagsins 11. júlí. Þetta var langstærsti keppenda- hópurinn, en fyrstir á vettvang voru Vestur-Húnvetningar, og síðan kom hver hópurinn af öðrum allan föstudag- inn. Brátt risu upp stórar, víðáttumikl- ar og skrautlegar tjaldbúðir víðsvegar um mótssvæðið. Hvert héraðssamband átti sínar tjaldbúðir og þorri móts- gesta gisti einnig í tjaldbúðum. Kvölddagskrá A laugardagskvöld var kvöldvaka á stóra sýningarpallinum, og var margt til skemmtunar. M. a. lék Lúðrasveit Neskaupstaðar eins og ofrar mótsdag- ana. Lúðrasveitin vakti hrifningu á- heyrenda og var hinn ágæti skemmti- kraftur. Austfirðingar sáu um öll dag- skráratriðin. Ræðu kvöldsins flutti Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skólastj. á Eiðum, og mæltist honum mjög skörulega. Að loknum dagskráratrið- um var stiginn dans til miðnættis. Á stóra pallinum lék austfirska hljóm- sveitin Papar, en á hinum pallinum lék hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi. Hátíðardagskrá Á sunnudag fór fram umfangsmikil há- tíðar- og sýningadagskrá á stóra sýn- ingarpallinum, og stjórnaði Björn Magnússon samkomunni. Áður en dag- skráin hófst fór fram útiguðsþjónusta, og prédikaði séra Einar Þór Þorsteins- son á Eiðum. Bjarni M. Gíslason rithöfundur var heiðursgestur mótsins, og var það mjög að verðleikum að honum var boðið til landsmóts UMFÍ. Bjarni hefur háð dugmikla og ósérhlífa baráttu um langt árabil fyrir endurheimt íslenzku hand- Þáttur í þjóðdansasýningu Eskfirðinga var „sjóaradansinn". 6 SKINPAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.