Skinfaxi - 01.07.1968, Page 7
Stúlkurnar í þjóðbúningunum eru í þjóðdansahópnum frá Eskifirði, sem sýndi undir stjórn
Elínar Óskarsdóttur.
ritanna í Arnasafni. Bjarni er enginn
þjóðmálaskúmur. Málflutningur hans
er hógvær en mjög rökfastur, heiðar-
legur og sannfærandi. Hann er víð-
kunnur fyrirlesari á Norðurlöndum, og
eftir að hafa hlýtt á Bjarna á Eiðum
þarf engan að undra, þótt hann hafi
með málflutningi sínum náð eyrum
fólks. Ræða Bjarna var hin merkasta
og fékk góðar undirtektir, og er hún
birt hér á öðrum stað í blaðinu.
Börn frá Eskifirði höfðu mjög
skemmtilega þjóðdansasýningu undir
stjórn frú Elínar Öskarsdóttur á Eski-
firði, og piltar frá Reyðarfirði sýndu
glímu undir stjórn hins gamalkunna
glímumanns Aðalsteins Eiríkssonar.
Þá fór fram söguleiksýning á nýjum
leikþætti ,,Að Krakalæk“ eftir Kristján
Ingólfsson skólastjóra á Eskifirði, for-
mann ÚIA. Fór Kristján sjálfur með
eitt aðalhlutverkið, en Leikfélag Nes-
kaupstaðar hafði sýninguna með hönd
um. Söguleikur þessi fjallar um við-
nám Austfirðinga gegn yfirráðatilraun-
um Haralds hárfagra og erindreka
hans, Una hins danska. Leikendur voru
allir í litklæðum á formannavísu, og
vakti leikurinn verðuga athygli, enda
skörulega saminn og hið bezta fluttur.
Sögusviðið er auðvitað Austurland, og
kom Uni ríðandi gráu hrossi til fund-
arins. Hafði hann sneypuför mikla, sem
vænta mátti.
Síðasta sýningaratriðið var mikil
fimleikasýning barna og unglinga á
SKINFAXI
7