Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 29
Það er enginn risavaxinn fugl hámennta eða
stjórnkænsku bakvið þetta afrek, heldur
danska þjóðin sjálf, uppalandinn í menningu
hcnnar. Og tjáningarmiðill þeirra hugsjóna,
sem hér voru að verki fyrir íslands hönd, eru
fyrst og fremst lýðháskólarnir dönsku. Það
eru meira en hundrað ár síðan einn af forustu
mönnum þeirra mótmælti ,,oldnoriska“ nafn-
heitinu á tungu okkar, sagði að handritin
væru íslenzk, og að öll önnur nafnheiti væri
samanbland ag þjóðargorti og vísindalegum
blekkingum. En þennan vísi til átaka um
málið á danskri grund, þennan jákvæða dreng
skaparanda og réttsýni í skiptum manna,
hafa þeir, sem héldu málinu til streitu, ekki
komið auga á. Við verðum að viðurkenna, að
hjá okkur, alveg jafnt og hjá dönskum, opin-
berum ráðsmönnum, hefur málið verið háð
þeirri hjátrú, að aðeins fornfræðingar gætu
mælt þá tungu, sem byggi yfir málfæri úr-
lausnarinnar. Og þessi hjátrú var orðin að
nokkurskonar galdrabók, sem fjarlægði mál-
ið allar alþýðlegar og þjóðlegar tilfinningar
og smám saman þokaði þvi út í ófærur lær-
dómshrokans.
Það er óhætt að fullyrða það, að án þess
að dönsku lýðháskólarnir tækju málið í sínar
hendur og gerðu það að vakningarbaráttu
meðal dönsku þjóðarinnar, hefði ekki verið
mögulegt að vinna það íslenzku þjóðinni í
vil. Svo miklir voru vankantarnir á öllum
hinum svokölluðu lagalegu og vísindalegu
rökum, að málið hefði aftur og aftur farið í
sjálfheldu. En eftir að um danska þjóðargjöf
var að ræða, þurfti enginn að fylgja sérfræði-
legum flækjum í blindni, og gefandinn þurfti
heldur ekki að láta vafasöm lagaleg rök hafa
áhrif á sig. Þetta var bara GJÖF — og bezta
leiðin til þess, að danska þjóðin sjálf gæti
staðið bak við fulltrúa íslands við samnings-
borðið. Okkur ber að þakka dönsku þjóð-
inni einlæglega fyrir réttan skilning, því í
starfi þeirra manna, sem fyrir okkur börð-
ust í meira en tvo áratugi, er fólgin mikil og
sönn dönsk þjóðargjöf. Ég álít, að þegar
handritin fara að berast heim, eigi meðal ann
ars ungmennafélögin að senda dönsku þjóð-
inni þakkir sínar.
En þegar þetta er sagt — og grunur gefinn
um það, hvernig óbreyttur danskur almúgi
lét málið til sín taka, verður að geta þess,
að það er í rauninni hægt að telja á fingrum
sér nöfn þeirra Dana, sem börðust um margra
ára bil fyrir framgangi málsins. Þolinmæði
þeirra og þrautsegja var ótrúleg, en áhrif
þeirra hefðu ekki notið sín eins og raun varð
á, ef þeir hefðu ekki átt sifjalið lýðháskól-
anna að baki sér. Þegar þess er gætt, að bar-
áttan stóð yfir í fjórðung aldar, hafa lýð-
háskólarnir bókstaflega alið upp heila kyn-
slóð til að hugsa um þetta mál í anda frjálsr-
ar hugsunar og norræns skilnings. Og þegar
upp rann skilningur á því, hverja þýðingu
handritin höfðu fyrir íslenzku þjóðina, var
það auðvitað vegna þess, að sjónarmið hinna
látlaust stritandi baráttumanna hafði sigrað
bæði hjá þjóðinni og þinginu.
Það ætti að vera auðskilið, að hin sjald-
gæfa jurt bróðurhugar og betri skilnings
greri örast þar sem danskir menn beittu
sannfæringarkrafti sínum. Við íslendingar
höfum litla möguleika til að brjóta á balc
aftur óstýrlátar hneigðir hjá annarri þjóð,
hneigðir, sem vinna gegn réttsýnum hug-
sjónum. Hitt er annað mál, að fyrsti vísirinn
og jafnvel sjálfur stofn þessarar baráttu felst
í starfi íslenzkra manna og einhuga ósk þjóð-
arinnar eftir að endurheimta handritin. —
Handritamálið hefur verið þannig rótfest í
hug íslenzkra þegna, að allir, sem einhver
áhrif gátu á það haft, hafa gert sitt bezta
til að leysa það þjóðinni í hag. En ég skoða
það sem mikla gæfu fyrir norræna samvinnu
og vináttusamband Dana og íslendinga, að
það var enginn sérstakur íslenzkur eða dansk
ur maður, sem stóð fyrir endanlegri lausn
málsins, heldur góðir danskir og íslenzkir eig-
inleikar, sem störfuðu saman, knúðir af
sömu hvöt til að leysa mikið vandamál með
réttlæti,
Eitthvað verður ef til vill um þetta mál
rætt í framtíðinni, en ef menn vilja líta á
handritabaráttuna með gagnkvæmum skiln-
ingi, sjá þeir, að innsti krafturinn hjá öll-
um þeim, sem fyrir lausninni börðust, var
viðleitni til að bera sannleikanum vitni. Og
ég vona, að þessi kraftur eigi eftir að vekja
margar vitranir hjá æsku íslands í framtíð-
inni, því ekkert skírir og hreinsar sál einstak-
lingsins og sál þjóðarinnar allrar eins og það,
er menn verða gagnteknir af hugsjónum, sem
leita sanninda og réttlætis. Sú leit er og verð-
ur alla daga stærsta æfintýri mannkynsins,
Gerðu þetta að þínu æfintýri.
SKINFAXI
29