Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 31

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 31
Landgræðsluhópur UMSB — Ólafur Ásgeirsson stendur lengst til vinstri á myndinni. (Ljósm Jónas Árnason) alllanga ferð í óbyggðir undir for- ystu Arnar Þorleifssonar ráðunauts á Egilsstöðum. Fyrst var farið í Grá gæsadal og sáð þar í nokkra hekt- ara lands. Síðan fóru þeir félagar inn í Hvannalindir í gönguferð. A heimleiðinni þann 7. júlí var dreift áburði og grasfræi á tveimur stöð- um, og stungnir niður moldarbaklc- ar, sem eru að blása upp á Laugar- völlum. Þetta var sannkölluð sólar- landsferð fyrir Austlendingana í kuldatíðinni, sem ríkti á Aust- fjörðum fyrri hluta sumars. I Grá- gæsadal var 17 stiga hiti í forsælu, en þá var aðeins 3—5 stiga hiti á Egilsstöðum. 4. Á Bláskógaheiði 7. júlí. Þama voru að verki 27 félagar úr Ungmenna- sambandi Borgarfjarðar undir for- ystu Jónasar Árnasonar alþingis- manns í Reykholti.. Sáð var í um 20 hektara lands 714 lest af áburði og 750 kg. af grasfræi, og má nú þegar síðla sumars sjá árangurinn af þessu starfi af veginum um Uxa- hryggi. 5. Á þremur stöðum á Landmanna- afrétti: Við Valafell, við Valahnjúka og við Nýjahraun. Þarna voru að starfi 25 félagar úr Héraðssamband- inu Skarphéðni, og allir úr ung- mennafélögunum í Rangárvalla- sýslu undir forystu Eggerts Hauk- dal á Bergþórshvoli. Rangæingarnir sáðu 7% lest af áburði og 750 kg. af grasfræi í um 20 hektara lands, og er þetta nákvæmlega sama magn og jafnstórt svæði og hjá Borgfirðing- unum. 6. Þann 20. júlí fóru þeir Egilsstaða- búar aftur í landgræðslu- og fjalls- ferð. Þeir voru 10 saman og fóru inn á Brúarháls á Jökuldalsheiði og sáðu þar í tvo hektara lands. 7. 25 félagar úr Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga fóru einnig í landgræðsluferð þann 20. júlí. Þeir SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.