Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Síða 6

Skinfaxi - 01.04.1970, Síða 6
Ungmennafélag Njarðvíkur efndi til sam- sætis í lok félagsmálanámskeiðsins. Á mynd- inni sést Guðmundur Snorrason, formaður Umf. Njarðvíkur ávarpa samkomugesti. mennafélagshreyfingarinnar. Helztu mál sem voru kennd og rædd á þessu nám- skeiði voru: Skipulagsmál UMFI, Fé- lagsheimilin, samkomuhald, starfsíþrótt- ir, frumatriði í skyndihjálp, stjórnun og skipulag félaga o.fl. Ungmennafélag Njarðvíkur lagði nám- skeiðinu til aðstöðu í hinu glæsilega fé- lagsheimili Stapa án endurgjalds og ann- aðist formaður félagsins, Guðmundur Snorrason, ýmsa fyrirgreiðslu á öðrum sviðum fyrir námskeiðið. Þegar nám- skeiðinu var slitið, bauð Umf. Njarðvíkur til myndarlegrar veizlu, sem þátttakend- ur, kennarar og forystumenn félaganna sátu. Námskeiðið þótti takast mjög vel, og stjórn UMFI er nú að skilu])leggja framhald námskeiða Félagsmálaskólans. Ungmennafélög og héraðssambönd víða um land liafa látið í Ijós mikinn áhuga á slíkum námskeiðum, og er stefnt að því að næstu námskeið hefjist með haustinu. Skúli Þorsteinsson: Óður til vorsins Vorið er komið, vakir um strönd og dal varmi í lofti, ilmar bökur og strá. Andvari þíður leikur um sólarsal, söngfuglakliður ómar um loftin blá. Fossarnir kveða, leika sér lömb í mó, litfögur blómin skarta við jarðarbarm. Lækimir hjala, grösin gróa í tó, grænkar í varpa, þróttur flæðir um arm. Andi þinn vakir, fegurð í brjósti býr, brosandi gengur æskan um fjall og gmnd. Græðandi máttur vorhugans vermir hlýr, vaxtarins drottinn ríkir um hæð og sund. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.