Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Síða 7

Skinfaxi - 01.04.1970, Síða 7
ÆSÍ ÚR WAY 28. febrúar var haldið aukaþing Æsku- lýðssambands íslands, og var þar sam- þvkkt, að ÆSÍ segði sig úr alþjóðasam- tökunum World Assembly of Youth (WAY). Óánægja hefur ríkt með aðild ÆSÍ að WAY, einkum eftir að uppvíst varð, að samtökin hefðu þegið peninga af banda- r>sku leyniþjónustunni, CIA. Fulltrúar UMFÍ á aukaþinginu voru: Sigurður Geirdal (UMSK), Fjóla Valdi- oiarsdóttir (Umf. Víkverja), Níels A. Lund (UNÞ), Þórólfur Þórlindsson (UÍA) °g Unnar Þór Böðvarsson (Umf. Barð- strendinga). Fulltrúar UMFÍ voru ein- kuga um það, að óbreytt aðild að WAY v;£ri óviðunandi og vildu annað hvort algera úrsögn úr WAY eða mjög óform- lega aukaaðild. Fvrir þinginu lá tillaga frá formanni ÆSÍ, Ólafi Einarssyni, um að það yrði ekki bundið í lögum ÆSÍ að samtökin skyldu vera aðili að einhverjum alþjóða- samtökum. Jafnframt þessari tillögu lá ýVrir þinginu sérstök tillaga frá stjóm ^LSf um erlend samskipti ÆSÍ og gerir tillagan ráð fvrir eftirfarandi fimm meg- inatriðum: 1. aukið samstarf við æskulýðssamtökin á Norðurlöndum. Fulltrúum fslands á samstarfsfundi æskulýðssambandanna á Norðurlöndum falið að bera fram hug- mvnd um NOBDUNG, æskulýðssam- band Norðurlanda. 2. Haldið áfram þátttöku í starfi CENYC — Æskulýðsráðs Evrópu. 3. Kosin skvldi 5 manna milliþinga- nefnd til þess að fjalla um aðild ÆSÍ að Heimsþingi æskunnar. A meðan sú athugun er í gangi skal stjórn ÆSÍ ekki auka samskipti sín við WAY. 4. Aukið samstarf við æskulýðssam- bönd þróunarlandanna. 5. Auka samskipti við æskulýðssam- bönd einstakra ríkja á gagnkvæmnis- grundvelli. Auk tillagnanna lágu fyrir þinginu um- fangsmiklar greinargerðir um alþjóðlegt starf Æskulýðssambands íslands. Tillögu formanns um lagabreytingar var vísað til laganefndar að lokinni fvrri umræðu á þingi. Skilaði laganefnd síð- SRIN FAXI 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.