Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Síða 15

Skinfaxi - 01.04.1970, Síða 15
Er ísland óbyggilegt? Það fór svo sem vænta mátti, að hinn aukni búferlaflutningur íslendinga frá landi sínu yrði dreginn inn í okkar þröng- sýnu flokkapólitík. Stjórnarandstaðan kenn- ir stefnu ríkisstjórnarinnar um atvinnu- leysið og versnandi lífskjör launafólks und- anfarið, en fólksflutningarnir eru afleið- ingar af þessu. Stjórnarliðar eru hins vegar annarrar skoðunar um fólksflutningana. Stærsta stjórnarblaðið leggur áherzlu á að skýra frá því, að fólk komizt í rauninni ekki í betri lífskjör erlendis. í þessu skyni hef- ur blaðið leitt fram allmörg vitni úr hópi brottfluttra og aftur snúinna. Vitnaleiðsl- urnar ganga þá gjarnan út á slæman að- búnað, vinnuhörku, herskála í hótelstað, slæman mat, vatnsleysi og salernaskort í útlandinu o.s.frv. Blaðið segir, að allir hafi gott af að skoða sig um í heiminum, — komast að því, að þeir hafi séð lífið í út- löndum í hillingum og snúa síðan heim til fósturjarðarinnar reynslunni ríkari. Nú hlýtur það að vera dýrt spaug að flytja til Ástralíu og heim aftur til þess aðeins að kynnast áðurnefndum hlutum, en til Ástralíu fluttu 170 manns á s.l. ári, en samtals munu um 2000 manns hafa flutt brott frá íslandi á þessu eina ári (1969). Hér eru aðeins taldir þeir, sem flytjast bú- ferlum en ekki þeir, sem fara til að leita sér atvinnu tímabundið erlendis. Lang- mestur hluti þessara útflytjenda er ungt fólk á þrítugsaldri. Samkvæmt skýrslum Hagstofu íslands jókst útflutningur fólks frá íslandi um 70% á árinu 1969 miðað við árið á undan, og innflutningur fólks til ís- lands minnkaði um svipaðan hundraðshluta. Þegar pólitískir aðilar deila um þessi mál: gleymist venjulega alvarlegasti þáttur vandamálsins, eða þá að litið er vísvitandi fram hjá honum. Hér er átt við þá hættu, sem fólgin er í því, að ungt fólk hætti að treysta á land sitt og getu þjóðarinnar til að lifa þar mannsæmandi lífi. Það er stað- reynd, að nær allt það unga fólk, sem að undanförnu hefur flutzt til útlanda, fer ekki vegna þess, að það vilji ekki búa á íslandi. Það er alls ekki ævintýraþrá eða landkönnunarlöngun, sem fyrst og fremst kallar það brott, heldur blátt áfram vantrú á að hér sé hægt að lifa bærilegu lífi. Það er brýn nauðsyn að hér verði veru- leg skoðanabreyting meðal ungs fólks. En þessi vantrú á getu landsins til að brauð- fæða þegna sína má hiklaust rekja til ráða- manna þjóðarinnar. Hversu oft hafa þeir ekki þrástagast á því, að atvinnuvegir landsins séu svo einhæfir, landið sé svo harðbýlt að hér hljóti allt að vera miklu erfiðara en annars staðar. Við séum svo fáir og smáir, að það sé eiginlega óhugs- Vinnum með íslenzkum framleiðslustéttum að því að gera ísland að landi, sem eftir- sóknarvert er að búa í. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.