Skinfaxi - 01.04.1970, Qupperneq 22
sinni atriði og vandamál íslenzkrar æsku
og íslenzks þjóðfélags. Þau geta verið
hugsjónafélög og barist fyrir málefnum,
án þess að eiga það á hættu að fá á sig
stimpil stjórnmálanna, eftir honum eig-
um við ekki að sækjast. En undirstaða
slíks hugsjónafélags er umræða um mál-
efnin, því af umræðunni skapast hug-
myndir og ályktanir. Hana er hægt að
framkalla, heilbrigða og hispurslausa, án
þess að draga nokkurn taum neinnar
stjórnmálastefnu. Það hefur sýnt sig, og
skemmst er að minnast félagsmálanám-
skeiðsins, er haldið var á vegum ung-
mennafélagssamtakanna í Eyjafirði fvrir
tæpu ári.
Vandamál þjóðfélags vors eru mörg og
það er okkar unga fólksins að taka af-
stöðu til þeirra og berjast fyrir þeim og
bættri menningu. Aldrei hefur heimur-
inn verið í meiri þörf fyrir slíkt. Og þótt
við séum lítils megnug, sýnir viðleitnin
hugarfarið.
Menning, menntun og siðgæði eru
hyrningasteinar að heill og gæfu, að
framförum og þroska þjóðar vorrar. Þessi
orð eiga ekki síður erindi til okkar nú
í dag, en þegar þau voru sögð fyrir tæpri
öld síðan. Ungt fólk má ekki glata hug-
sjóninni og félagsskapurinn má ekki
verða svo ástfanginn af sjálfum sér, að
hann hætti að veita umhverfinu athygli,
þykist ekki eiga neinn keppinaut.
Þórður Ingimarsson,
Ásláksstöðum,
Eyjaf.
Okkur varð heldur betur á í messunni, er við birtum mynd frá Svínafelli í Öræfum í
staS Skaftafells í síðasta blaði. Um leið og vi5 biðjum afsökunar, birtum við liér mynd
af Skaftafelli. Myndin er tekin langt niðri á söndunum.
22
SKINFAXI