Skinfaxi - 01.04.1970, Síða 24
57. héraðsþing HSÞ var
haldið í Barnaskóla Bárð-
dæla, dagana 1. og 2. maí sl.
Formaður Héraðssambands
Þingeyinga, Óskar Ágústs-
son, lagði fram vandaða árs-
skýrslu um starfsemi samtakanna, og sýn-
ir hún að starf HSÞ er bæði umfangsmikið
og fjölþætt. HSÞ hefur unnið mikið að
framgangi skiðaíþróttarinnar á sl. ári og
náð frábærum árangri, einkum hvað snert-
ir þjálfun unglinga á því sviði. Umræður
á þinginu snerust mest um félagsmál al-
mennt svo og fjárhagsmál samtakanna,
einnig var rætt um ráðningu framkvæmda-
stjóra. Þingeyingar munu á þessu ári halda
upp á 1100 ára byggð Þingeyjarþings, og
mun HSÞ í því sambandi gangast fyrir her-
ferð í landverndar- og fegrunarmálum
byggðarlagsins. í stjórn fyrir næsta starfs-
ár voru kosnir: Óskar Ágústsson, formaður,
Vilhjálmui' Pálsson, varaformaður, Arn-
grímur Geirsson, ritari og Indriði Ketils-
son, meðstjórnandi. Gestir þingsins voru
Hafsteinn Þorvaldsson formaður UMFÍ, Sig-
urður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, og
Sveinn Björnsson frá ÍSÍ.
Nefndastörf á þingi HSÞ. Starfsíþróttanefnd
á fundi. (ljósm.: Sig. Geirdal)
tHéraðsþing UMSS var hald-
ið þann 3. maí að Ketilási
í Fljótum. Þingið var fjöl-
sótt og mótaðist mjög af
því stóra verkefni sem Ung-
mennasamband Skagafjarð-
ar hefur nú tekizt á hendur,
en það er að sjá um 14. Landsmót UMFÍ,
sem verður háð á Sauðárkróki 1971. Árs-
skýrsla UMSS, sem lögð var fram á þinginu
Frá héraðsþingi HSÞ
1970.
(Ljósm.: S. Geirdal)
24
SKINFAXI