Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1970, Page 8

Skinfaxi - 01.10.1970, Page 8
AUKIN ERLEND SAMSKIPTI: UTANFÖR ÍÞRÓTTAFÓLKS UMFÍ NÆSTA SUMAR Segja má að erlencl samskipti ung- mennafélagshreyfingarinnar hafi legið í láginni undanfarin ár, en nú hefur verið mörkuð ný stefna í þeim málum, eins og fram kom á sambandsráðsfundinum. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, flutti mjög greinargott framsögu- erindi um þetta mál, rakti feril þessara samskipta og greindi frá framtíðaráform- um. Hann sagði m. a.: „UMFÍ hefur um alllangt skeið verið í lasulegum tengslum við félagssamtök ungmenna á hinum Norðurlöndunum og í óbeinum tengslum við æskulýðsfélög margra annarra landa í gegnum aðild sína að ÆSÍ. Allt hefur þetta verið mjög ófoimlegt og laust í reipunum til þessa. UMFÍ er þó meðlimur í samtökum ung- mennafélaga á Norðurlöndunum, en þau heita „Nordisk Samorganisation för Jord- bruksfackligt og kulturellt Ungdomsar- bete“, skammstafað N.S.U. UMFÍ hefur ekki tekið þátt í starfsemi þessara sam- taka, svo mér sé kunnugt um, og við at- hugun kom í ljós, að UMFI skuldaði fé- lagsgjöld til N.S.U. síðan 1964, en þau hafa nú verið greidd. Síðar í ræðu sinni sagði Sigurður: „Nú hefur verið ákveðið að vinna að utanför íþróttafólks á vegum UMFI eftir 14. landsmótið, og er þar höfð til hlið- sjónar glæsileg utanför eftir 11. lands- mótið að Laugum 1961. Virðist því sem sambandsaðilar UMFÍ telji erlend sam- skipti æskileg og örvandi fyrir íþrótta- starfið. Eg er því sjónarmiði sammála og einnig þeim hugmyndum, sem fram hafa komið um að vinna að utanför yngri fé- laga, t. d. þeirra, sem skarað hafa fram Hópur ungmennafélaga fór til Danmcrkur eftir Laugamótið, 1961 og sigraði á stóru íþróttamóti í Vejle. Á myndinni sést Ármann Lárusson, fánaberi liðsins. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.