Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Síða 9

Skinfaxi - 01.10.1970, Síða 9
úr í unglinga- og sumarbúðastarfi ung- mennafélaganna.“ Sigurður rakti þá könnun, sem hann hefur unnið að undanfarið á því hvert hepjiilegast sé að beina heimsókninni næsta sumar. Eru ýmis tækifæri í þeim efnum, en ekkert endanlega af ráðið. Og í því sambandi mælti hann: „Við skulum þó gera okkur það ljóst, að UMFI getur ekki haldið áfram á þeirri braut að vera aðeins þiggjandi í sam- skiptum sínum við erlend æskulýðsfélög. Fari UMFÍ þess á leit við erlend félög að þau taki á móti íþróttafólki eða ungling- um og veiti þeim fyrirgreiðslu á erlendri grund, þá verður UMFÍ að geta veitt sams konar fyrirgreiðslu hér, sé þess ósk- að. Á þeim grundvelli einum sæmir UMFÍ að hafa samskipti við nágranna- löndin.“ Um þetta mál lagði Sigurður Guð- mundsson fram svofellda tillögu frá þriðja umræðuhópi: „Sambandsráðsfundur UMFÍ felur sambandsstjórn að undirbúa utanför íþróttafólks á sumri komanda. Felur fundurinn stjórninni að semja við vænt- anlega gestgjafa okkar um íþróttagreinar og fjölda þátttakenda. Ennfremur er stjórn UMFI falið að athuga með skipti- heimsóknir ungs fólks í nánum tengslum við íþróttanámskeið héraðssambandanna víðs vegar um landið. Stefnt verði að því, að bæði erlendum gestum og íslenzkum verði kynnt land og þjóð í sambandi við hverja heimsókn. Kostnaður fyrir þátt- takendur verði greiddur af heimaaðilum fin fararstjórn og undirbúningur af UMFÍ.“ HAFSTEINN í æskulýðsráð ríkisins í næsta blaði Skinfaxa mun Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, skýra frá hinni nýju löggjöf um æskulýðsmál, sem alþingi samþykkti í aprílmánuði s.l. Samkvæmt lögum þessum skal stofna Æskulýðsráð ríkisins, og er það skipað fimm mönnum. Menntamálaráðherra skipar formann ráðsins án tilnefningar. Þrir menn skulu tilnefndir af aðildar- samtökum Æskulýðssambands íslands og „öðrum hliðstæðum æskulýðssambönd- um“. Einn maður skal tilnefndur af Samb. ísl. sveitarfélaga. Sömu reglur gilda um varamann. Skipunartími er tvö ár. Kosning fulltrúa æskulýðsfélaganna fór fram á fulltrúafundi þeirra hinn 9. nóv- ember 1970 undir stjórn ráðuneytisfull- trúa. Kosnir voru: Hafsteinn Þorvaldsson með 14 atkvæðum, Skúli Möller með 8 atkv. og Bernharður Guðmundsson með 8 atkv. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.