Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1970, Side 10

Skinfaxi - 01.10.1970, Side 10
Æskan og Olympíuleikarnir Eins og kunnugt er verða næstu Olym- píuleikar haldnir í Miinchen árið 1972. Þýzka vikublaðið „Stern“ átti hugmynd- ina að iþróttamóti skólanemenda 10—18 ára, sem háð var á gamla olympíuleik- vanginum í Vestur-Berlin i september- mánuði. íþróttasamtök og skólayfirvöld stóðu að framkvæmdinni ásamt „Stern“. Þessi keppni var undirbúin og fram- kvæmd undir kjörorðinu: „Æskan æfir fyrir olympíuleikana!“. Tilgangurinn er auðvitað sá, að gera hlut Vestur-Þýzka- lands sem stærstan í næstu olympíuleik- um. Mikill áhugi hefur rikt fyrir keppn- inni. Um 70 þúsund börn og unglingar tóku þátt í forkeppninni i fyrrasumar, en 3200 komust i lokakeppnina nú í haust. Keppt var í þessum greinum: Frjálsum íþróttum, sundi, fimleikum og blaki. Unglingarnir náðu mörgum athyglisverð- um árangri í keþpninni, og í henni upp- götvuðu Vestur-Þjóðverjar afreksfólk, sem án efa á eftir að láta að sér kveða á Múnchen og líka á olympíuleikunum 1976. íþróttaleiðtogar og stjórnmálamenn i V-Þýzkalandi hafa lýst einróma ánægju með þetta mót og þá hugmynd, sem hér var framkvæmd, þ. e. að vanda til íþróttamóta fyrir hina yngstu. Mesta at- hygli vakti ótrúlega góð frammistaða barna og unglinga á aldrinum 10—14 ára. Til vinstri er einn af keppendum í fimleikum, 11 ára snáði og alls ósmeykur á svifránni. í 600 m. hlaupi telpna sigraði 14 ára stelpu- hnokki. Hún hljóp berfætt í fimleikafötum og kom langfyrst að marki. Tími hennar var svo góður að jafnvel sérfræðingar voru agndofa: 1.45,0 mín. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.