Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 22

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 22
ijiiimimmiiimiiiii 111111 ■ i ■ 11 ■ 111111 iiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiiimiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii AUKIN TENGSL UNGMENNAFÉLAGA immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmi mmmmmmmmmmmmmmmmm Stjórn UMFÍ, sem öll var endurkjörin á 27. sambandsþinginu, var fyrst kosin fyrir tveimur árum. Allt frá þeim tíma hefur stjórnin lagt mikla áherzlu á er- indrekstur og aukin persónuleg tengsl við sambandsaðila. Sambandsstjóri, aðrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóri hafa á þessu tímabili heimsótt flestöll héraðs- þing og auk þess tekizt á hendur lengri og skemmri ferðir til að hjálpa til að endurvekja starf, þar sem það hafði lagzt niður. Þá hafa sambandsstjóri og fram- kvæmdastjóri heimsótt og komið fram á sumarhátíðum sambandsaðila allvíða. Endurvakið hefur verið starf ung- mennafélaganna í Vestur-Skaftafells- sýslu, eitt samband er nú fyrir sýsluna alla, Ungmennasamband Vestur-Skafta- fellssýslu USVS. Þar hefur verið stofnað nýtt félag í Vík í Mýrdal, er heitir Umf. Drangur. Þá hefur einnig verið stofnað eitt félag fyrir Skaftártungu og Álftaver. Ungmenna- og íþróttasamband Vestur- Barðstrendinga hefur verið endurvakið og nefnist nú Héraðssambandið Hrafna- Flóki, Stjórn UMFI hefur með persónulegum viðræðum gert ráðstafanir' til þess að koma starfandi ungmennafélögum á fé- lagssvæði Ungmennasambands Norður- Breiðfirðinga í tengsl við næstu héraðs- sambönd, með þeim árangri, að þau tvö félög sem þar störfuðu hafa nú sameinast Ungmennasambandi Dalamanna, og er Nokkrir fundarmenn er tóku þátt i fundi að Hrífunesi, en þá voru sameinuð ungmenna- félögin 1 Skaftártungu og í Álftaveri. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.