Skinfaxi - 01.06.1972, Side 3
SKINFAXI
í________________________
Tímarit Ungmennafélags Islands — LXIII. érgangur — 3. hefti 1972 — Ritstjórl Eysteinn
Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju
íslendingar viljum við allir vera
Grunntónninn i starfsemi og lögum ung-
mennafálaganna er þjóðernisstefna þeirra, og
æðsta boðorð samtakanna er samkvæmt því,
island allt. Ungmennafélögin leitast við, með
allri starfsemi sinni, að gera menn og konur
að betri þjóðfélagsþegnum, og í því skyni eru
hugur og hönd þjálfuð í leik og starfi.
I upphafi voru ungmennafélögin stofnuð til
að gera stóra hluti, og forsenda og grundvöll-
ur þess að árangur næðist var að það tækist
að gera þjóðina að félagslegri einingu, að
það tækist að kenna mönnum að vinna og
berjast sem félagsleg heild.
Skóli og ögun hafa ungmennafélögin því
all'af verið þeim sem skipað hafa sér í virka
sveit félags og forystumanna hreyfingarinnar
víðsvegar um landið.
Ástæðan fyrir því að ég vil gjarnan að
menn hugleiði þessl mál nú, er sú að mér
finnst blása byrlega fyrir þessari stefnu í dag,
augu manna eru að opnaðst fyrir því hversu
gott það er að vera Islendingur. Til marks
um það vil ég nefna aukna umhyggju fyrir
náltúru landsins og aukna viðurkenningu á
gæðum þess, þá má hér einnig nefna órofa
samstöðu Islendinga í landhelgismálinu.
Baráttan við mengunina, landgræðslan, land-
helgismálið og slík mál, sem eru hrein þjóð-
ernisbarátta, eru vissulega mál ungmennafé-
laganna, og við höfum að minu áliti liðið
stjórnmálaflokkunum [ allt of ríkum mæli að
ernoka vissa málaflokka, telja það sin mai og
gefa í skyn að það eigi helzt ekki að ræða
þau á öðrum vettvangi.
í þessu samþandl er fróðlegt að velta fyrir
sér þeim atþurðum, sem gerzt hafa í Noregi
varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild-
Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Noregs Ungdomslag sem eru samtök norsku
ungmennafélaganna, taldi að hér væri á ferð-
inni mál sem ungmennafélögum og þjóðern-
isstefnu þeirra kæmi virkilega við, enda fór
svo að Noregs Ungdomslag lýstl yfir andstöðu
sinni við aðild Noregs að EBE og gekk fram
fyrir skjöldu í þeirri baráttu sem háð var fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Sigur andstæðinga aðildar Noregs að EBE
í þjóðaratkvæðagreiðslunni á naumast sinn
líka í sögunni, sjómenn, bændur og æskufólk
Noregs vann þarna sigur á stjórnmálaflokk-
um, þingliði og ríkisstjórn, þrátt fyrir nær ótak-
markað fjármagn, sem hinir siðartöldu höfðu
í kosningabaráttunni. Þjóðernisstefna norsku
ungmennafélaganna vann þarna sinn stærsta
sigur á síðustu áratugum.
Ég óska norskum félögum okkar til ham-
ingju með sigurinn.
Ég valdi þessu greinarkorni sem yfirskrift
kjörorð þeirra Fjölnismanna „fslendingar vilj-
um við allir vera,“ það á við um alla sanna
ungmennafélaga, og ég veit að þeir eru enn
sem fyrr reiðubúnir að leggja nokkuð á sig til
þess að vinna í anda þjóðernisstefnu ung-
mennafélaganna.
Islandi allt. S. G.