Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1972, Síða 6

Skinfaxi - 01.06.1972, Síða 6
F imleikaheimsókn frá Danmörku Ðagana 29. júlí til 7. ágúst dvöldust hér á landi góðir gestir á vegum UMFÍ. Þessir gestir voru fimleikamenn og kon- ur frá Vestur-Jótlandi, eða nánar tiltek- ið frá Holstebro og nágrenni. í Holste- bro fór einmitt síðasta landsmót dönsku ungmennafélaganna fram, og það mót sótti fjölmennur hópur frá UMFÍ, svo sem Skinnfaxi hefur áður greint frá. Má því segja að þessi heimsókn Dananna sé ávöxtur af þeim kynnum og vináttu sem skapaðist milli DDGU og UMFÍ í Holstebro 1970. Fimleikaflokkurinn kom frá héraðs- sambandi, sem heitir Holstebroegnens Hovekreds for Gymnastik og Ungdoms- foreninger og samanstendur af 34 fim- leika- íþrótta- og ungmennafélögum, sem hafa samtals innan sinna vébanda 5800 starfandi félaga. Þessi félög leggja stund á margskonar íþróttir s. s. knatt- leiki allskonar, badminton, frjálsíþrótt- ir, sund og þjóðdansa auk margskonar klúbba og fundastarfsemi. 21 af þessum félögum leggja stund á fimleika, og var flokkurinn sem heimsótti ísland úrval úr öllum þessum félögum. Alls héldu Danimir 7 sýningar hér á landi, tvær í Hafnarfirði og síðan á Ak- ureyri, Húsavík, Vaglaskógi og tvær í Húsafelli, tóku sýningarnar um fimm stundarfjórðunga og fóru 45 mín. í sjálfa fimleikana og 30 mín í sýningu á þjóð- dönsum. Hvarvetna fékk fimleikafólkið frábærlega góðar móttökur, enda var sýning þeirra bæði í senn glæsileg íþróttasýning og glettin og vinaleg sam- verustund með ungu fólki sem geislaði af gleði yfir viðfangsefni sínu, svo að áhorfendur heilluðust og smituðust af kátínunni sem ríkti í flokknum, og má víst raunar segja það sama um alla sem kynntust þessum káta og samstillta hóp. Fararstjóri Dananna var góðkunningi okkar frá Holstebro, Hans Jörgen Lörup en hann var einnig þjálfari piltanna; þjálfari stúlknanna var Anna Nörrgárd. Fylgisveinar fimleikahópsins af hálfu UMFI voru þeir Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Geirdal, en þeir höfðu einnig undirbúið komu Dananna og skipulagt ferð þeirra hér innanlands. Var víða farið og margt var það sem Dönum þótti nýstárlegt, og hrikalegt þótti þeim landið, en það skyldi engan undra sem hefur séð blessaða flatneskj- una þeirra heima. Of langt mál yrði það, að segja ferða- sögu hópsins hér um landið, en einu viljum við ekki gleyma, og það er að koma á framfæri kveðjum frá Dönun- um og þökkum frá þeim og UMFÍ til 6 SKINFAXi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.