Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1972, Page 10

Skinfaxi - 01.06.1972, Page 10
U ngmennaf élagsstarf á tvennum tímum Rætt við Jón Stefánsson á Dalvík í 50 ára afmælishófi UMSE í vor voru tveir af eldri ungmennafélögum í Eyja- firði heiðraðir með starfsmerki UMFÍ fyrir langt og heilladrjúgt starf í þágu ungmennafélaganna. Annar þessara fé- laga er Jón Stefánsson útgerðarmaður á Dalvík. Jón er ættaður úr Svarfaðardal og hef- ur verið ungmennafélagi frá því á æsku- áruin. Hann var aðeins 13 ára gamah þegar hann fór að stunda sjósókn og það gerði hann lengi en sinnti jafnan hugðarefnum ungmennafélaganna ef tómstundir gáfust í landi. Á seinni ár- um hefur Jón oft sést á íþróttamótum í fylgd ungs fólks úr Eyjafirði. Hann hefur verið stoð þess og stytta, og ungu íþróttafólki er það mikill styrkur að eiga slíkan stuðningsmann. Af þessum ástæð- um spyrjum við Jón fyrst hvað honum finnist um áhugamál ungafólksins. — Ég hef haft mikla ánægju af jwí að starfa með krökkunum sem áhuga hafa, en því miður er áhugi unglinga á íþróttum ekki nógu almennur. — Hvað veldur? — Þetta er að mörgu leyti skiljanleg þróun. Áhugi á félagsstarfi var tiltölu- lega meiri áður fyrr, þar sem ekki var að annarri tómstundaiðju að hverfa. Nú er margt komið til sögunnar sem keppir um hylli unglinganna og glepur fyrir þeim. Ég held líka að bóknámið í skól- unum taki svo mikið af tíma ungling- anna að þeir telji sig ekki komast yfir meira. Iþróttaæfingar þyrftu að vera meiri í skólunum og þó sérstaklega fjöl- breyttari en nú er. Þýðing líkamlegrar þjálfunar fyrir allt nám og andleg störf er vanmetin. Gott dæmi um það eru skákmeistaramir, sem eru að keppa um heimsmeistaratitilinn. Þeir leggja báðir kapp á líkamsæfingar og íþróttir til þess að geta hugsað skýrar og teflt betur. — Eru unglingar ekki blátt áfram latari en áður var? — Það má orða það svo, þótt auðvit- að sé það afleiðing breyttra tíma. 5 kílómetra hérna frammi í dalnum var byggð fyrsta yfirbyggða sundlaugin í 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.