Skinfaxi - 01.06.1972, Síða 12
Ungmennafélögin eru
vettvangur fyrir alla
Rætt við Þórodd Jóhannsson
framkvæmdastjóra UMSE
Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur
haft framkvæmdastjóra í hálfu starfi
síðan 1964. Sá maður sem gengt hefur
því starfi æ síðan er Þóroddur Jóhanns-
son. Hann er gjörkunnugur málum ung-
mennafélaganna, hann var sjálfur for-
maður UMSE 1957—1963 og var um
langt skeið fjölhæfur keppnismaður í
íþróttum.
Við spyrjum Þórodd fyrst í hverju
starf hans sé aðallega fólgið.
— Það er auðvitað að sjá um allan
daglegan rekstur sambandsins, en þar
eru íþróttamálin langstærsti þátturinn,
þ. e. undirbúningur og skipulagning æf-
inga og íþróttamóta af ýmsu tagi, ung-
mennabúða o. fl. Við útvegum kennara
og leiðbeinendur til flestra sambandsfé-
laganna á sumrin, en víða eru líka sjálf-
boðaliðar sem leiðbeina í sínum ung-
mennafélögum. í sveitunum er erfitt að
halda uppi íþróttaæfingum á veturna
vegna fámennis, en við leitumst við að
fá skólastjóra og kennara í barna- og
unglingaskólunum til samstarfs. í vetur
verður t. d. reynt að koma á glímu-
kennslu í skólum.
— Hvaða íþróttamót eru helzt í hér-
aðinu?
— Árlega eru haldin héraðsmót í
frjálsum íþróttum, knattspyrnu, sundi,
handknattleik kvenna, skíðaíþróttum,
bridge og skák og stundum í glímu. Þá
eru haldin sérstök héraðsmót í frjálsum
íþróttum fyrir konur og fyrir drengi.
Auk þess eru ýmis konar mót önnur á
dagskránni, svo sem keppni við HSÞ, og
lið frá UMSE taka þátt í Norðurlands-
móti í frjálsum íþróttum, sundi og knatt-
spyrnu. Knattspyrnulið UMSE keppir
líka í 3ju deild íslandsmótsins.
— Hvernig er félagslífið í héraðinu?
— Það er misjafnlega þróttmikið í
hinum ýmsu félögum en víða gott.
Varðandi skemmtanahald fer það í vöxt
að halda skemmtanir fyrir heimamenn á
öllum aldri, en ekki opinbera dansleiki.
Skemmtiefni er þá allt heimabúið, og
hefur þetta gefizt mjög vel.
Héraðssambandið gengst árlega fyr-
12
SKINFAXI