Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1972, Page 16

Skinfaxi - 01.06.1972, Page 16
íþróttamót Andrésar andar Glæsilegur árangur íslenzku barnanna Fjögur íslenzk börn, 11 og 12 ára tóku þátt í hinu stóra frjálsíþróttamóti barna, sem kennt er við Andrés önd og haldið er í Kongsberg í Noregi. Fararstjóri hins tápmikla íslenzka hóps var Sigurður Helgason, en hann hefur beitt sér fyrir íslenzkri þátttöku í þessu móti. Sigurður tjáði Skinfaxa að mót þetta væri mjög vel skipulagt og vel framkvæmt í alla staði. Aðstæður væru góðar þar ytra og mikið gert til að örva áhuga og ánægju barnanna. Þetta er í 5. sinn sem slíkir leikar eru háðir. Þátttakendur voru 450, langflestir frá Noregi, en auk þess er boðið fjórum börnum frá hverju hinna Norðurland- anna. Erlendu þátttakendumir eru vald- Guðmundur Geirdal sigrar með yfirburðum i sinum riðli i 600 m. hlaupi, og hvergi sést til næstu manna. (Ljósm. Sig Helgason). ir á úrtökumótum, eins og kunnugt er hér á landi. Sænsku þátttakendurnir voru t. d. valdir úr 20 þúsund keppend- um, þannig að þama keppir stranglega valið úrvalslið. Norðmenn hafa frá upphafi sigrað í öllum greinum leikanna þar til núna að íslenzku bömin mfu þá sigurgöngu rækilega og hrifsuðu til sín þrenn gull- verðlaun og ein silfurverðlaun. Árangur allra íslenzku barnanna var með ágæt- um, en sérstaka athygli vekur þó ein- stæð frammistaða 11 ára gamallar stúlku úr Kópavogi, Ástu B. Gunnlaugsdóttur, en hún sigraði með yfirburðum í báðum þeim greinum sem hún keppti í, 60 m. hlaupi og 600 m. hlaupi. Guðmundur Geirdal, sem einnig er úr Kópavogi, hlaut gullverðlaun í 600 m. hlaupi 12 ára pilta, en annar piltur hlaut sama tíma og Guðmundur. Sá hljóp ekki í sama riðli og Guðmundur, en í 600 m. hlaupinu var tími látinn ráða. I 60 m. voru hins vegar hlaupnar undanrásir, milliriðlar og undanúrslit, og Guðmund- ur varð 5. í 60 m. hlaupi. Súsanna Torfa- dóttir frá Hala í Suðursveit hlaut silfur- verðlaun í kúluvarpi 12 ára telpna og Unnar Vilhjálmsson frá Reykholti í Borgarfirði varð fjórði í kúluvarpi 11 ára pilta. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.