Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1972, Side 3

Skinfaxi - 01.08.1972, Side 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags íslands — LXIII. érgangur — 4. hefti 1972 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju Átak í félagsmálafræðslu Lokið er fyrsta námskeiði, sem Æskulýðs- ráð ríkisins gengst fyrir í samráði við UMFÍ og ÍSÍ, til þess að mennta fólk til að stjórna félagsmálanámskeiðum og kenna á þeim. Æskulýðsráð ríkisins á heiður skilinn fyrir forgöngu í þessu máli, og æskulýðsfulltrúi ríkisins, Reynir Karlsson, hefur unnið mjög giftudrjúgt starf í sambandi við þetta miál. Það er sérstakt ánægjuefni fyrir ungmenna- félaga að þetta námskeið skyldi komast á fót, því ungmennafélögin hafa undanfarið lagt mikla áherzlu á að auka félagsmálastarfið og hvers konar fræðslu um félagsstarf. í þessu skyni stofnaði UMFÍ félagsmálaskóla sinn, sem haldið hefur allmörg námskeið á undanförn- um árum. Sú starfsemi kom að góðu gagni við undirbúnings leiðbeinendanámskeiðsins að Leirá, en UMFÍ vann ásamt ÆRR að því að útbúa kennslugögn og námsefni námskeiðs- ins. Þessari starfsemi þarf að halda áfram. Ýmsu þarf að auka við félagsmálaþátt leið- beinendafræðslunnar, og sem fyrst þarf að vera hægt að halda námskeið þar sem lögð verður höfuðáherzla á íþróttaleiðbeinenda- nám. Það var ánægjulegt að sjá hversu ung- mennafélagar fjölmenntu á þetta námskeið að Leirá, og stjórn UMFl’ hafði hvatt mjög til þess. Þess er að vænta, að námskeiðið verði til að efla til muna félagsstarfið á ýmsum sviðum um landa allt. Ætlunin er að halda áfram að endurbæta námsefnið, þannig að það verði með límanum handhæg og nytsöm handbók við félagsstarf í ungmenna- og íþróttafélög- um. Samstarf og kynning þátttakenda frá hin- um ýmsu landshlutum stuðlar líka að sam- heldni og samskiptum æskufólks um allt land. Jafnframt mun UMFÍ leggja áherzlu á að efla starf síns eigin félagsmálaskóla, enda hafa honum bætzt góðir starfskraftar eftir námskeiðið að Leirá. H. Þ. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.