Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1972, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.08.1972, Qupperneq 12
Knattspyrnukappinn Þegar litið er yfir síðasta áratug ensku knattspyrnunnar, þá fer ekki á milli mála, hvaða knattspyrnumaður á þar lengsta og bezta afreksferilinn. Það er Bobby Charlton, sem frá unglingsárunum hefur leikið með Manchester United og lengi verið fyrirliði liðsins. Þótt liðið megi nú muna sinn fífil fegri, eru vinsældir þess enn miklar. Manchester United hefur „Það var ég liafði hárið“, getur Bobby (til hægri) sagt. Hér er hann á tali við Busby (með staf), skömmu eftir flugslysið við Miinchen. ekki aðeins orðið Englandsmeistari held- ur líka Evrópumeistari, og máttarstoðin í þessari velgengni liðsins var Bobby Chralton. Hann er nú 35 ára og er enn í fullu fjöri, enda þótt hann leiki ekki í öllum leikjum liðsins á yfirstandandi keppnistímabili. Matt Busby, framkvæmdastjóri Mansh. Utd., segir að Charlton sé sending af himnum ofan, og flestir knattspyrnuunn- endur geta víst tekið undir þá fullyrð- ingu hans að Bobby sé vinsælasti knatt- spyrnumaðurinn. Charlton hefur skorað á annað hundr- að mörk með liði sínu, og hann segir að það hvarfli ekki að sér að hætta að keppa í knattspyrnu fyrr en eftir nokkur ár. Bobby Charlton er ættaður frá Ash- ington á Norðymbralandi, og hann var aðeins 16 ára gamall, þegar Busby komst á snoðir um að þarna væri efnilegur sveitamaður á ferðinni. Siðan hefur Bobby verið með Manchester United í 19 ár samfleitt, og ásamt félögum sínum hefur hann unnið heimsbikarkeppnina, Evrópubikarkeppnina, FA-bikarkeppnina og ensku deildarkeppnina. Hann hefur verið krjörinn knattspyrnumaður ársins bæði á Englandi og í Evrópu sem heild, 12 SKINFAX!

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.