Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1972, Page 13

Skinfaxi - 01.08.1972, Page 13
og í landsleikjum og alþjóðamótum hef- ur hann skorað fleiri mörk en nokkur annar Englendingur. Það er athyglisvert og óvenjulegt að slíkur sóknarmaður skuli líka vera þekkt- astur allra fyrir prúðmennsku og drengi- legan leik, en einmitt það er lykillinn að hinum miklu vinsældum Charltons. Charlton standa til boða mörg tilboð um vel launaða atvinnu í viðskipta- og at- vinnulífi, en hann hefur vísað slíku frá sér og kveðst vilja vera knattspymunni tnir. Charlton segist gjarnan horfa á keppni annarra liða, einkum Liverpool og Stoke. Það er til marks um htillæti hans, að hann segist jafnan geta lært af því að horfa á leiki annarra. Busby hefur sagt um Charlton, að hann sé ímynd hins sanna íþrótta- manns, sem allir íþróttaleiðtogar óski að eiga sér að liðsmönnum. Hann mæti hverju sem er með fullkomnu æðruleysi, aldrei séu nein vandræði í kringum hann Bobby Charlton afhendir íslenzkum drengj- um verSlaun á Laugardalsvellinum í sumar að lokinni úrslitakeppni i Ford-knattþrauta- keppninni. Gamla kempan i skotstuði. Á annað hundrað mörk fyrir Manchester United. og alltaf sé hann boðinn og búinn að hjálpa öðrum og bæta liðsandann. Manchester United varð fyrir miklu áfalli í flugslysi við Múnchen í Þýzka- landi árið 1958, er liðið var í keppnisferð. Þar fórust 8 af leikmönnum liðsins og auk þess þrír forystumenn og 8 íþrótta- fréttaritarar. Meðal þeirra sem komust af voru Bobby Charlton og þjálfarinn Matt Busbv. J í vor fengu íslendingar tækifæri til að sjá Charlton, en hann kom hingað til lands til að afhenda verðlaun í hinni svonefndu Ford-keppni, en það er aldurs- flokkakeppni í knattþrautum fyrir drengi fædda 1959—1964. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.