Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 3
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXIV. árgangur — 3. hefti 1973 Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. Ritstjóri Eysteinn U ngmennaf élagar, standið vörð um samtök ykkar Á sfðasta þingi UMFÍ sem haldið var í Haukadal í vor, heyrðust raddir sem héldu því fram, að fjölmiðlar létu sér fátt um starfsemi Ungmennafélaganna finnast og sinntu lítt frétta- f,utningi af starfsvettvangi okkar. Þessir menn höfðu mikið til síns máls. Hinsvegar greindi n°kkuð á um leiðir til úrbóta, en allir voru sarnmála um að hér væri verk að vinna. Víst hefur mér stundum þótt eins og þessum mönn- urn, að fjölmiðlum þætti fátt fréttaefni af þess- um vettvangi nema um væri að ræða knatt- leikina á höfuðborgarsvæðinu, en ég geri mér einnig Ijósa grein fyrir því, að við eigum hér n°kkra sök sjálfir, ungmennafélagarnir. Af Þeim ástæðum hef ég fyrir skömmu skrifað sfjórnum allra aðildarsambanda UMFÍ og beð- 'Ö Þær að taka saman f fréttatilkynningu helstu h^etti sumarstarfsins og senda fjölmiðlum á- ^amt myndum ef til eru, eins er minnt á nauð- syn Þess að hafa stöðugt samband við frétta- ^enn fjölmiðlanna þar sem þeir eru til staðar. Einstök ungmennafélög ættu einnig að taka hessi mál til gaumgæfilegrar athugunar. Við skulum hafa það í huga að fréttaflutningur af starfseminni er ein af þeim skyldum sem lagðar eru á herðar forystumanna og stjórn- enda félaganna. Ef til vill er sérstök ástæða til að minna á þessi mál núna, þegar hreyfingin hefur orðið fyrir nokkru aðkasti manna sem um hana hafa fjallað í blöðum og útvarpi, þar sem ýmislegt hefur verið ranghermt eða hreinlega farið með staðlausa stafi hreyfingunni til hnjóðs. Jafn- vel hefur svo langt verið seilst í þessum efnum að einn af starfsmönnum ungmennafélaganna hefur látið sér sæma að nota málgagn sam- vinnuhreyfingarinnar til að flytja óhróður um starfssemi ungmennafélaganna til þjóðarinnar. Það er því miður hætta á að slík skrif verði tekin sem góður og gildur sannleikur, ef við erum ekki jafnan á verði til að verja samtök okkar og það gerum við best með því að skýra þjóðinni skilmerkilega og jafnóðum frá hinu fjölþætta starfi ungmennafélaganna um land allt, og þá ekki síst í hinum dreifðu og hljóðlátari byggðum landsins Sig. Geirdal skinfaxi 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.