Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 19
Það var næsta ótrúlegt hvað við náð- um að sýna hópnum margt þrjá síðustu daganna, en danirnir voru óþreytandi, allt var þeim nýtt og spennandi, rifjaði upp gamlar frásagnir sem þeir höfðu heyrt eða lesið, tært vatn, hreint loft, fjöll, hraun o. fl. o. fl. Við sýndum þeim að sjálfsögðu hverina í Haukadal, Gullfoss, Hekluhraun, Skálholt, Búrfell, fisk- vinnsluhús Eyrarbakka og margt fleira sem of langt mál yrði upp að telja. Miðdegisverður var snæddur í boði HSK að Flúðum þar sem Jóhannes Sigmunds- son form. Skarphéðins ræddi við gestina, sýndi þeim staðinn og sagði þeim frá störfum SkaqDheðins. Síðasta kvöldið sem gestirnir dvöldu hér þáðu þeir kvöldboð Hafsteins Þor- valdssonar, og konu hans á heimili þeirra, þessi kvöldstund var innsiglið á þá vin- attu sem skapaðst hafði milli heima- manna og gesta, og mun væntanlega verða bæði íslenskum og dönskum ung- mennafélögum lærdómsrík og ánægju- leg og til góðs fyrir félagsstarfið á báðum stöðum. Heimsóknin var í alla staði vel heppn- uð og ógleymanleg því íþróttafólki sem þátt tók í henni, um það vitna fjölda- mörg bréf og kveðjur sem skrifstofa tJMFÍ hefur borist, svo og frásagnir sem birst hafa í félagsblaði DDGU. UMFÍ þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við að gera þessa heimsókn svo anægjulega sem raun ber vitni en ekki tuá heldur gleyma að segja frá því að shipulagningin af hálfu dananna var frá- bær í alla staði og fararstjórn þeirra í tfaustum höndum Knuts Schpler, hins °tula forj'stumanns frjálsíþróttastarfsem- innar innan DDGU. * Sigurður Geirdal. Knár glímumaður Sigurður Jónsson Umf. Víkverja í Reykjavík hefur verið einn af fræknustu glímumönnum landsins undanfarin ár. Á s. 1. vetri vann hann a. m. k. tvo stór- sigra. Hann varð Reykjavikurmeistari í I. þyngdarflokki á Flokkaglímu Reykja- vikur og sigraði þar m. a. Sigtrygg Sig- urðsson KR .Þá vann Sigurður hinn eftir- sótta Ármannsskjöld í 61. Skjaldarglímu Ármanns eftir harða keppni við Ómar Úlfarsson KR. Þá hlaut Sigurður einnig fegurðarglímuverðlaunin í Íslandsglím- unni i vor. Sigurður Jónsson UV með Ármanns- skjöldinn. íþróttir á héraðshátíðum 28. sambandsþing UMFÍ, haldið í Haukadal 23. og 24. júní 1973, skorar á aðildarfélög UMFÍ að gera hlut íþrótt- anna sem mestan á héraðshátíðum, sem haldnar verða þjóðhátíðarárið 1974. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.