Skinfaxi - 01.06.1973, Page 13
dags 0g stóð til hádegis á mánudag.
Margt var gert til að skapa skemmtun
fyrir samkomugesti. Má þar nefna að
tvær hljómsveitir léku fyrir dansi hvor
a sínum palli öll kvöldin, þar skemmtu
einnig margir sjálfstæðir skemmtikraft-
ar- A daginn var leikin hljómlist af plöt-
körfubolta og kepptu ýmist innbyrðis eða
við lið sem voru á staðnum.
Kappkostað var að hafa veitingar sem
mestar, svo enginn liði skort af matar-
leysi. Voru því söluskúrar opnir allan
sólarhringinn enda ekki vanþörf á, því
oft voru næturhrafnarnir að skríða í tjöld
Séð yfir hluta tjald-
tiúðanna á hátíðar-
svæðinu í Þjórsárdal
um hvítasunnuhelg-
ina.
um í hátalarakerfi svæðisins. Marga fleiri
skemmtiliði mætti nefna svo sem íþrótt-
lr> torfæruakstur á bílum og mótorhjól-
"m. hestaleigu, landgræðslu, borðtennis,
dugeldasýningu, fjallgöngur, sundlaugar-
ferðir, fjöldasöng o. fl. Þess má geta að
Varðandi val á síðasttöldum skemmtilið-
um var það haft í huga að hver einstakl-
mgur gæti verið virkur þátttakandi í sam-
komunni. Raunin varð og sú að fólk var
mjög virkt og skemmti hver sér sem
mest hann mátti. Þannig röðuðu sam-
komugestir sér í kapplið í fótbolta og
sín, þegar árisulir borgarar fóru að hugsa
til hreyfingar.
Mikið starfslið var á mótinu enda um
margt að hugsa í samfélagi fimmþúsund
manna. Sjálfboðaliðar voru frá H. S. K.
og U. M. S. K. hátt á annað Iiundrað
manns. Onnuðust þeir hliðgæslu, veit-
ingasölu, hreinsun og margt fleira. Var
það gleðilegt að sjá alla þá starfsorku
sem leystist úr læðingi hjá þessu áhuga-
sama fólki sem vann fyrir félög sín að
mannræktarmálum. Samtals unnu sjálf-
boðaliðar tæpar 2700 vinnustundir og
SKINFAXI
13