Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 8
Brjóstmynd af Sigurði Greipssyni
afhjúpuð i Haukadal
í tengslum við sambandsþing Ung-
mennafélags Islands, sem haldið var í
Haukadal um Jónsmessuhelgina dagana
23. og 24. júní s. 1. fór fram minnisverð
athöfn, er afhjúpuð var brjóslmvnd af
Sigurði Greipssyni, skólastjóra Iþrótta-
skólans í Haukadal. Brjóstmyndina á-
kváðu nemendur skólans að reisa í til-
efni af 40 ára afmæli skólans og 70 ára
afmæli skólastjórans sumarið 1967.
Minnisvarðinn er haglega gerður af
listamanninum Sigurjóni Ólafssvni,
myndhöggvara. Honum var valinn stað-
ur inni í Haukadal, skammt þar frá sem
æskuheimili Sigurðar stóð.
Afhjúpun varðans fór fram kl. 18.00 á
laugardag með ávarpi form. undirbún-
ingsnefndar nemen’da, Kjartans Berg-
manns. Síðan var minnisvarðinn afhjúp-
aður af sonar-syni Sigurðar, Sigurði
Greipsyni yngra. Þá flutti form. UMFÍ
Hafsíeinn Þorvaldsson nokkur ávarpsorð
af þessu tilefni.
Jónas Ingimundarson, skólastjóri á Sel-
fossi, stjómaði almennum söng milli atr-
iða.
Að lokum flutti Sigurður Greipsson
nokkur þakkarorð til nemenda sinna nær
og fjær og allra viðstaddra og bauð til
kvöldverðar.
Eiginkona Sigurðar, frú Sigrún Bjama-
dóttir, fjölskyldufólk, fulltrúar nemenda,
vinir, og fulltrúar 28. sambandsþings
UMFI voru viðstaddir þessa látlausu og
virðulegu athöfn, sem fram fór á þess-
um fagra stað í hinu fegursta veðri.
Ungmennafélagar þakka
Sigurði Greipssyni
Hér fara á eftir ávarpsorð fonn. UMFI
við þetta tækifæri:
Sigurður Greipsson og fjölskylda, nem-
endur Haukadalsskóla, ungmennafélag-
ar og gestir.
Ungmennafélagar fagna því framtaki
nemenda Iþróttaskóla Sigurðar Greips-
sonar að reisa honum hér óforgengilegan
minnisvarða í túnfætinum við æsku-
heimili hans og skamman veg frá skóla-
setri hans á Söndunum, — hér í miðjum
gróðurreit þess mikla ræktunarstarfs sem
hann hefur dáð og rómað og fylgzt með
af einlægum áhuga.
Hinir fjölmörgu nemendur, vinir og
samstarfsmenn Sigurðar sem ekki eiga
þess kost að vera hér í dag, hugsa til
hans með virðingu og þökk. Mörgum
góðum drengjum hefur Sigurður Greips-
son komið til manns með skólastarfi sínu,
8
SKINFAXI