Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 9

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 9
°g seint verður það þakkað sem skyldi af þeim sem nutu leiðsagnar, af ungmenna- félagshreyfingunni og af þjóðfélaginu í heild. Svo margan varðann hefur þú reist, Sigurður Greipsson, á stundum úr næsta htlum efnivið, að það hlaut að koma að því fyrr eða síðar að starfs þíns yrði rninnst á verðugan hátt. Þess vegna er það að ungmennafélagar úr öllum lands- hlutum fylkja liði hjá þér í Haukadal þessa Jónsmessuhelgi þegar náttúran skartar sínu fegursta eftir vorhretin. Við komum til þín sem oft áður til þess að þinga um okkar sameiginlegu áhugamál °g til þess að hylla þig og fjölskyldu þína af því tilefni sem hér fer nú fram að tilhlutan nemenda þinna. Við þetta tækifæri er mér efst í huga að íþrótta- og félagsmálaskóli Sigurðar Greipssonar megi sem fyrst aftur starfa hér í Haukadal. Ungmennafélagar þakka þann mikla skerf sem þú hefur lagt hreyfingunni til með skólastarfi þínu og forustustörfum um áratuga skeið. Það er einlæg ósk okkar að niðjum þínum megi vegna hér sem bezt og gera SigurSur Greipston og f jölskylda hans ásamt fulltrúum nemenda Haukadalsskólans við varðann þegar hann var afhjúpaður. garðinn frægan svo sem Haukdælum sæmir. Aukið félagsmála- fræðsluna 28. þing UMFÍ, haldið i Haukadal 23,- 24. júní, fagnar framkomnu fræðsluefni, sem Félagsmálaskóli UMFÍ hefur nú til raðstöfunar á almennum félagsmálanám- skeiðum svo og fjáistuðningi þeim sem ÆRR veitir. Sambandsfélög UMFÍ eru eindregið hvött til þess að efna til almennra félags- málanámskeiða í samvinnu við Félags- málaskóla UMFÍ, sem mun verða félög- unum til aðstoðar við útvegun kennara og Uæðsluefnis. Enn fremur hvetur þing- ið stjórn UMFÍ til að vinna að því, að komið verði á fleiri leiðtoganámskeiðum í framtíðinni. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.