Skinfaxi - 01.06.1973, Page 6
Undirbúningur 15. landsmóts
UMFÍ er hafinn
Hinn 22. maí í vor var haldinn fund-
ur fulltrúa UMFÍ og ungmennafélag-
anna í Borgarfirði og á Akranesi og full-
trúa frá bæjaryfirvöldum á Akranesi.
Fundurinn var haldinn í skrifstofu bæj-
arstjórans á Akranesi og var rætt um
undirbúning og skipulagningu næsta
landsmóts UMFÍ sem haldið verður 1975.
Á fundinum voru: Hafsteinn Þorvalds-
son UMFÍ, Sigurður Geirdal UMFÍ,
Garðar Óskarsson Umf. Skipaskaga, Ólaf-
ur Þórðarson Umf. Skipaskaga, Jón Guð-
björnsson UMSB, Sigurður Guðmundsson
Forsetabikarinn
er veglegasti
verðlaunagripur
landsmótanna.
Á myndinni
sést Jóhannes
Sigmundsson
form. HSK með
gripinn á síða'ta
land'móti. Hver
hrcpnir hann
næst?
UMSB, Jóhannes Ingibjartsson bygging-
arfulltrúi Akraness og Gylfi Isaksson
bæjarstjóri.
Gengið var frá samkomulagi um að
ungmennafélagshreyfingin fái íþrótta-
mannvirki til afnota og aðra mótsaðstöðu
sem hér segir:
1) íþróttasvæði á Jaðarsbökkum með 4
hlaupabrautum, þ. e. hringbraut.
Gengið verði frá kastaðstöðu og
stökkaðstöðu nothæfri fyrir mótið
og svæðið girt mannheldri girðingu.
2) Svæði fyrir tjaldbúðir og starfs-
íþróttir.
3) Akranesbær gengur frá nauðsynleg-
um bílastæðum eftir því sem þörf
gerist við tjaldbúðir og íþróttavöll.
4) Samkomulag varð um að leggja til,
að keppendabúðir verði í og við
barnaskóla og íþróttahúsið og gert
verði ráð fyrir bað- og búningsað-
stöðu í íþróttahúsinu auk þess, sem
samkomur verði haldnar í húsinu.
5) Mótshaldari útvegar salemis- og
þvottaaðstöðu og setur hana upp
auk nauðsynlegra vatnslagna, sem
fengnar verða að láni hjá Vatns-
veitu Akraness.
6
SKINFAXI