Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 18
Þetta er hinn knálegi danski hlaupari Mads Thomsen sem er einn af efni- legustu hlaup- urum Dana um þessar mundir, og var í hópi danska íþrótta- fólksins sem kom hingað í boði UMFÍ. og matsal ásamt fleiri vistarverum sem við höfðum til afnota. Við vorum heppin með veðrið meðan á heimsókninni stóð, og fegurðin og kyrrðin á Laugarvatni varð dönunum ógleymanleg. Fösturdagurinn 13. júlí hófst eins og flestir aðrir með sundspretti og gufubaði, eftir að hópurinn sem sá um eldhúsið þann daginn hafði borið fram staðgóðan morgunverð, síðan var haldið til Þing- valla og dvalið þar hluta úr deginum. Síðan þeginn matur í Þrastarlundi í boði UMSK og að lokum komið til Selfoss skömmu fyrir kvöldmat, en Umf. Selfoss hafði undirbúið frjálsíþróttamót fyrir gestina sem fór fram um kvöldið. Um íþróttamótið sjálft verður ekki fjallað hér en það var mikilvægur þáttur til lcynn- inga og keppni, bæði mótið sjálft og ánægjanlegt kaffisamsæti sem Selfoss- hreppur stóð fyrir eftir keppnina og bauð þangað öllum keppendum og starfs- mönnum. Laugardagurinn fór í skoðunarferðir, m. a. var farið í heimsókn til Garðyrkju- skólans í Hveragerði, Mjólkurbús Flóa- manna, Laugardæla o. fl. Kvöldið varð síðar einn af minnisstæðustu atburðum ferðarinnar en þá bauð Umf. Samhygð til kvöldvöku að Félagslundi í Gaulverja- bæjarhreppi þarsem fram var reitt heima- tilbúið skemmtiefni og síðan stiginn dans. Þetta var stórkostlegt kvöld fyrir gesti okkar, og eiga stjórn og félagar í Sam- hygð heiður skilið fyrir frammistöðu sína. Sunnudag og mánudag kepptu danirn- ir sem gestir á meisatramóti íslands og settu skemmtilegan og líflegan svip á mótið. Danirnir gistu að Varmá við þetta tækifæri og einnig voru þessir dagar not- aðir til að skoða Reykjavík og mánudag- urinn m. a. til að versla. Stefán Hallgríms- son setti tslands- met í 400 m. grindahlaupi í keppni við Dan- ina. Á myndinni sést hvar Bjarne Ibsen fylgir Stef- áni eftir í met- lilaupinu og veitir honum góða keppni. 18 SKINFAX!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.