Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1973, Side 10

Skinfaxi - 01.06.1973, Side 10
Hrinda þarf gömlum fordómum Æskulýðsráð ríkisins gerði í vor merka ályktun varðandi skemmtanir fólks um hvítasunnuhelgina. Undanfarin ár hefur oft komið til vandræða um þessa helgi vegna úreltra reglna sem banna það að ungt fólk fái notið skipulagðra skemmt- ana. Einn liður ályktunarinnar er um það að UMFÍ verði falið að annast aðstöðu til útivistar og framkvæmd útiskemmtun- ar fyrir ungt fólk um hvítasunnuhelgina. Framhald þessa varð svo útiskemmtunin „Vor í dal“ í Þjórsárdal. Það var athyglis- vert framtak og tókst mjög vel þrátt fvrir erfiðar aðstæður. Áíyktun ÆRR er svohljóðandi: Fundur Æskulýðsráðs ríkisins, haldinn að Hverfisgötu 4 föstudaginn 11. maí 1973, leyfir sér að vekja athygli á eftir- farandi atriðum: Nokkrar undangengnar hvítasunnu- helgar hafa hópar ungmenna, einkum af þéttbýlissvæðinu suð-vestanlands, safnast saman til óskipulagðs skemmtanahalds og útivistar, svo sem við Laugarvatn, Hreðavatn eða á Þingvöllum. Þetta óskipulagða samkomuhald hefur oft leitt til þess að ungmennin hafa beitt athafnaþrá sinni á þann hátt, að það hefur orðið þeim sjálfum og umhverfinu til óbætanlegs tjóns, og dæmi eru um hrvggileg óhöpp vegna lélegs aðbúnaðar og lítillar fyrirhyggju við þessar hópferð- ir. Þrátt fyrir að hér er um að ræða end- urtekningu svipaðra atburða ár eftir ár, hefur enn ekki tekist að hafa áhrif á þessa þróun, en til þess að það megi takast, þarf yfirgripsmikil og skipulögð viðbrögð margra aðila. Samkvæmt lögum um helgidaga, eru skemmtanir og dansleikjahald óheimilt frá kl. 6 e. h. á laugardag og þar til kl. 12 á miðnætti hvítasunnudags. I augum fjöimikilla ungmenna er þéttbýlið á Stór- Revkjavíkursvæðinu því óaðlaðandi og dauft um þessa helgi og hefur það vafa- laust stuðlað að þeirri þróun, að ungling- arnir hafa leitað út fyrir þéttbýlið í leit afþreyingar. Verulegu máli skiptir þó í þessu sam- bandi, hvenær hvítasunnuhátíðin er á almanaksárinu, en hún getur verið allt frá því um miðjan maí og þar til eins og á þessu ári, að hún er 10. júní. Sé hvíta- sunnan í maí, eins og t. d. á síðasta ári, er skólum ekki lokið; próf standa yfir, og gróður og veðurfar hvetja lítt til ferða- laga og viðlegu í tjöldum. Um næstu hvítsunnu, hinn 10 júní, verður skólahaldi hins vegar að mestu lokið. Ungmennin hafa jafnvel stundað atvinnu um nokkurn tíma og hafa því meiri fjárráð en ella. Jörðin verður grón- 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.