Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 11

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 11
ari og veðurfar sennilega hlýrra. og má því gera ráð fyrir, að ferðahugur fólks verði meiri um þessa hvítasunnuhelgi en margar hinar fyrri. A grundvelli framangreindra atriða, á- íyktar Æskulýðsráð ríkisins að vinna beri að eftirfarandi: 1. Að yfirvöld heimili, að samkomu- og skemmtistaðir séu opnir laugar- dag fyrir hvítasunnu, á sama hátt og almennt er venja aðra laugar- daga ársins. Kvikmyndahúsum verði jafnframt heimilað að sýna vandað- ar kvikmyndir, bæði laugardag fvrir hvítasunnu og hvítasunnudag. Þá verði einnig heimilað, að sundstaðir og önnur íþróttamannvirki verði op- in almenningi alla helgina, eftir því sem við verður komið. 2. Að stuðlað verði að því, að hljóð- varp og sjónvarp geri hvortveggja, að flytja almenningi helgi hátíðar- innar og stytta fólki stundir með léttu skemmtefni. Verði leitast við að vanda sérstaklega dagskrá þess- ara stofnana um hvítasunnuhelgina. 3. Að fjölskyldur verði hvattar til þess að gera þessa helgi að „ferðahelgi fjölskvldunnar“, þá verði því beint til félaga og félagasamtaka um land- vernd, að þau skipuleggi sérstakar landgræðsluferðir víða um landið. Einnig verði kynntar vel állar áætl- aðar ferðir ferðafélaga um þessa helgi og fólk hvatt til þátttöku í þeim. 4. Áð íþróttasamband íslands hlutist til um, eftir því sem við verður komið, að íþróttastarfsemi fari fram sem víðast um landið um hvíta- sunnuhelgina. 5. Að Ungmennafélag íslands komi upp um þessa helgi aðstöðu til úti- vistar og afþreyingar utan þéttbýlis s-vestanlands og samkæmt þeim á- ætlunum, sem samtökin hafa þegar lagt fram við Æskulýðsráð ríkisins. 6. Að athugað verði, hvort æskulýðs- félög og sambönd geti framvegis haft samvinnu urn sameiginlega að- stöðu til útivistar utan þéttbýlis- svæðisins þær hvítasunnuhelgar, sem verða í maílok eða byrjun júní. Þngt fólk þarf að skemmta sér, og það 'eldur aðeins vand- r*ðum ef ofþjökun helgidagahalds bann- ar unglingum að sinna eðlilegri skemmtanaþörf sinni. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.