Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 17
Danska íþróttafólkið
ferðaðist talsvert og
skoðaði meðal annars
Hjálparfoss í Þjórsár-
dal, og það var þessi
mynd tekin.
höfðu brugðist vel við þegar til þeirra
var leitað og boðist til að skjóta skjóls-
husi yfir hópinn fyrstu nóttina og sjá um
blheyrandi veitingar. Var því íþróttafólk-
ið flutt á einkabílum í hið myndarlega
samkomuhús þeirra Njarðvíkinga „Stapa“
þar sem ríkulegar veitingar biðu á borð-
um, og þar hófust svo kynni þessara
tveggja hópa íslenskra og danskra ung-
rnennafélaga. Heimamenn buðu gesti vel-
homna, kynntu þeim dagskrá sem gerð
hafði verið fyrir heimsóknina og síðan
var þeim sagt í stuttu máli frá starfsemi
þeirra tveggja félaga sem voru gestgjaf-
ai' þeirra í augnablikinu. Þess má geta
að UMFN og UMFK tóku á sama hátt
a móti fimleikaflokknum frá Holstebro
°g hafa báðir þ essir hópar síðar lýst því
fyrir mér hvað þeim þætti vænt um þess-
ar hlýlegu viðtökur sem þeir hlutu og
hvað þessi fyrstu kynni af íslenzkum ung-
mennafélögum virkuðu jákvætt á hópinn
°g eftirvæntinguna til að kvnnast landi
°g þjóð.
í bítið um morguninn eftir var svo
lagt af stað til Laugarvatns, en þar skyldi
hópurinn búa, í bamaskólanum á staðn-
um og mættum við þar sömu velvild for-
ráðamanna og jafnan áður. Á leiðinni
austur var staldrað við á Selfossi þar
sem Umf. Selfoss bauð til hádegisverðar.
Því má skjóta hér inn í að öll ferðin var
skipulögð á þann hátt að gestimir sæju
ekki aðeins hina ýmsu staði heldur hittu
þeir jafnan fólkið sem byggði staðina og
kynntust starfi viðkomandi ungmenna-
félags um leið. Á Selfossi ávarpaði Hörð-
ur Óskarsson fonn. Umf. Selfoss danina
og sagði þeim frá staðnum og starfi Umf.
Selfoss, en íþróttafólkið átti eftir að koma
þarna aftur og sjá meira og hitta fleiri
og komum við að því síðar. Að Laugar-
vatni var komið síðla dags, en samkvæmt
áætlun átti Laugarvatn að vera aðal
bækistöð hópsins allan tímann sem gest-
irnir væru hér. Það fór vel um danina í
barnaskólanum, þar höfðum við til um-
ráða rúmgott svefnpláss, ágætis eldhús
SKINFAXI
17