Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 26
4x100 m skriðsund karla: mín. 1. A-sveit Selfoss ............... 4:40,3 2. A-sveit UFHÖ ................. 5:11,5 100 m flugsund kvenna: mín. 1. Guðm. Guðmundsdóttir, Self. .. 1:18,8 2. Jóhanna Stefánsdóttir, H. Ö. 1:29,4 200 m bringusund kvenna: min. 1. Elínborg Gunnarsdóttir, Self. . 3:17,6 2. Guðr. H. Guðmundsd., H. Ö. . . 3:35,3 100 m baksund kvenna: mín. 1. Dóra Stefánsdóttir, Self....... 1.29,9 2. Sigriður Þorsteinsdóttir, H. Ö. . 1:33,5 200 m fjórsund kvenna: mín. 1. Guðm. Guðmundsdóttir, Self. .. 2:55,6 2. Sigríður Þorsteinsdóttir, H. Ö. . 3:34,2 4x100 m skriðsund kvenna: mín. 1. A-sveit Selfoss ............... 5:17,2 2. A-sveit UFHÖ ................. 5:32,0 4x50 m fjórsund kvenna: mín. 1. A-sveit Selfoss ............... 2:33,7 2. A-sveit UFHÖ .................. 2:38,1 Heildarstigatafla félaga: stig Umf. Selfo.ss ....................... 184 Umf. Hveragerðis Ölf................ 179 Umf. Hrunamanna ...................... 13 Umf. Hvöt ............................. 4 Héraðsþing HSS 28. ársþing Héraðssambands Stranda- manna var haldið að Hólmavík laugar- daginn 16. júní 1973. Formaður HSS, Ingimar Elíasson, setti þingið en fundar- stjóri var Maríus Kárason. Fimm félög áttu fulltrúa á þinginu: Umf. Geislinn Hólmavík, Umf. Harpa Bæjarhreppi, Umf. Hvöt Kirkjubólshreppi, Umf. Leifur heppni Árneshreppi og Sundfélagið Grettir í Bjarnafirði. Auk fulltrúa þess- ara félaga og fráfarandi stjórnar sat þingið Ingimundur Ingimundarson ný- ráðinn framkvæmdastjóri HSS. Formaður flutti skýrslu stjórnar og sagði m. a. að á s. 1. ári hefði farist fyrir að halda ársþing sambandsins. Hann gat lofsamlega hins frækna íþróttamanns, Hreins Halldórssonar, sem er besti kúlu- varpari landsins og keppir undir merkj- um HSS. Aðeins einn bókaður fundur hafði verið haldinn s. 1. tvö ár hjá stjórninni en auk þess nokkrir óformlegir fundir. Á árinu 1971 var enginn þjálfari á veg- um HSS, en Jón Arngrímsson sá um æf- ingar í knattspyrnu. Árið 1972 sá Guð- brandur Jóhannsson um þjálfun knatt- spyrnumannanna en frjálsar íþróttir sátu á hakanum, sem oftar. Ekkert sundmót hefur verið haldið á þessu tímabili, en þó hefur ungt Stranda- fólk staðið sig vel i sundi, innan hinna ýmsu skóla. Strandamenn tóku þátt í landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki, sumarið 1971 og stóðu sig all sæmilega. Einnig hafa þeir keppt árlega við Vestur-Húnvetninga í frjálsum iþróttum og knattspyrnu. Þá má einnig nefna hið árlega héraðsmót HSS. Einu samkomurnar sem sambandið hef- ur staðið fyrir eru í tengslum við héraðs- mót og keppni við V-Húnvetninga. Niðurstöður á reikningum sambands- ins voru árið 1971: Rekstursreikningur kr. 100.910,36 og hrein eign samkv. efnahagsreikningi kr. 74.753,39. Árið 1972 voru niðurstöður á rekstursreikningi kr. 127.921,50, en hrein eign kr. 43.805,39. Þingfulltrúar störfuðu í tveimur nefnd- um, Allsherjar- og laganefnd og íþrótta- nefnd. Var fjöldi tillangna frá þessum 26 SKINFAX!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.