Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 14
Mótsgestum gafst kostur á að skemmta sér
við körfuboltaiðkun á danspallinum, og reynd-
ist það góð upphitun í norðangjóstinum.
eru það æði mörg dagsverk á skömmum
tíma. Hjálparsveit skáta vann einnig mjög
mikið starf við eftirlit og slysahjálp í sam-
ráði við tvo lækna sem voru á staðnum.
Á staðnum var nokkurt lið lögreglumanna
við eftirlitsstörf.
Vissulega væri hægt að tíunda ótal
atriði fleiri varðandi framgang „Vor í
Dal“ en það verður ekki gert hér, þó
er vert að geta um nokkur atriði í fari
samkomugesta sem minnisstæð eru. Yfir-
leitt var fólkið ákaflega elskulegt og á-
nægt með tilveruna, brá á leik og spark-
aði úr klaufunum við hentug tækifæri.
Þó var nokkuð um ótuktarskap og þá sér-
staklega skemmdarverk og þjófnaði. Voru
meðal annars eyðilögð 4 borðtennisborð
o. fl. Er næsta óskiljanleg sú ónáttúra
sem í slíkum fúlmennum býr. Varðandi
áfengisneyslu er það að segja að hún
var hvorki meiri né minni en almennt
gerist í þjóðfélaginu í dag, en gleðiefni
er það að þeir virtust skemmta sér best
sem létu bakkus lönd og leið.
Á mánudag gekk sólin til viðar hjá
Vormönnum dals og fólk tók saman
pjönkur sínar og hver hélt til sín heima
hossandi í blikkbeljum eftir dvöl í heil-
næmu fjallalofti við rætur elddrottning-
arinnar miklu í austri.
Guðm. Gíslason.
Skömmu eftir útihátíðina fór vinnuhópur
skólafólks úr Kópavogi austur í Þjórsárdal og
dreifði þar grasfræi og áburði. Þannig er hægt
að bæta landinu þann átroðning sem það
verður fyrir á siíkum skemmtunum.
14
SKINFAXI