Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1974, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.02.1974, Qupperneq 3
j SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags íslands — LXIV. árgangur — 1.-4. hefti 1974. — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. Islands byggð í 1100 ár í ár minnist íslenska þjóðin 11 alda bú- setu í landinu. Þegar merkra tímamóta er minnst er það venja að gera sér daga- mun með ýmsum hætti og hefja eða fram- kvæma einhver tímamótaverk, sem vitnað yrði til á spjöldum sögunnar sem merks áfanga á leið að settu marki. Á það jafnt við um verkefni einstaklinga, stofn- ana, félagasamtaka, og ekki síst verkefni heilla byggðarlaga eða jafnvel alþjóðar. Góðir ungmennafélagar, enn sem fyrr er leitað til okkar um liðstyrk til fram- kvæmda vegna fyrirhugaðra hátíðahalda Þjóðhátíðarárið 1974, og hann munurn viö veita eftir bestu getu, hvert í sinni heimabyggð. Ibúar byggðarlaganna munu eína til veglegra héraðshátíða, og landnámshátíð iandsins alls verður haldin á nierkasta sögustað þjóðarinnar, Þingvöllum. Áfanga °9 merkra tímamóta í landnámssögunni verður minnst, mannvirki reist, og hvers konar andlegheitum gefinn byr. Félagasamtök hvetja íbúa lands vors til hetri umgengni við híbýli sín og landið sjálft. I lítt numdu landi eru hafin stórfelld áform um aukið landnám, uppbyggingu og frekari nýtingu orkugjafa í fallvötnum og jarðvarma. Allt þetta gefur okkur fyrir- heit um möguleika smáþjóðar til að tryggja enn betur efnahagslegt öryggi sitt og sjálfstæði. Þá er það einlæg ósk mín til æsku ís- lands, að á þjóðhátíðarárinu 1974 megi hún sjá þann draum rætast að landið verði laust við erlenda hersetu, og að ör- yggismál þjóðarinnar megi tryggja á þann hátt sem öll þjóðin megi við una. Gleðilegt þjóðhátíðarár 1974. íslandi allt. H. Þ. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.