Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1974, Side 10

Skinfaxi - 01.02.1974, Side 10
Laurits Pedersen frá Danmörku ekið að Reykholti þar sem Vilhjálmur Einarsson skólastjóri rabbaði við gestina um staðinn og sögu hans. Því næst voru Barnafossar og Hraunfossar skoðaðir og síðan ekið til Þorsteins bónda á Brúar- reykjum og rætt við hann um búskap og byggingar. Varmaland var næsti áfanga- staður en þar voru okkur sýnd gróðurhús og svepparækt Bjarna Helgasonar og síð- an áð í Húsmæðraskólanum þar sem hópsins beið glæsilegt kaffiborð. Að kaffidrykkju lokinni var litast um í hinum aðlaðandi húsakynnum skólans og að lokum var hópnum boðið til setu- stofu þar sem skólastjórinn Steinunn Ingimundardóttir svaraði fyrirspurnum varðandi skólann og þá menntun sem hann og aðrir hliðstæðir skólar veita. Þar hlýddum við einnig á erindi sem Kristján Benediktsson garðyrkjubóndi flutti, um gróðurhús og garðyrkju á íslandi, en síð- an svaraði hann og Bjarni Helgason fyr- irspurnum ráðstefnugesta um þau mál. Mánudagurinn endaði svo með stór- glæsilegum kvöldverði í boði Kaupfélags Borgfirðinga í Hótel Borgames. Þar voru mættir ýmsir starfsmenn og forystumenn K.B. og skýrðu þeir frá hinum ýmsu þáttum í starfi kaupfélagsins eftir að kaupfélagsstjórinn Ólafur Sverrisson hafði flutt stutt yfirlitserindi um K.B. Er skemmst frá því að segja að allar viðtök- ur í Borgarfirði, bæði skólanna, bænd- anna og kaupfélagsins, voru með ein- stökum myndarbrag, enda rómuðu gestir okkar mjög þær móttökur sem hópurinn mætti hvarvetna í héraðinu. Þá voru hinir eiginlegu ráðstefnudagar liðnir, en þriðjudagurinn var enn til ráð- stöfunar og var hann notaður til að litast ofurlítið um á Suðurlandi. Fyrst var stað- næmst við Mjólkurbú Flóamanna, þar sem Hafsteinn Þorvaldsson kom til móts við hópinn og slóst í förina. Grétar Sím- onarson mjólkurbússtjóri hefur jafnan sýnt okkur sérstaka velvild þegar við höfum verið á ferð um Suðurland með erlenda gesti og svo var einnig í þetta sinn. Leiðsögumaður í gegnum mjólkur búið sjálft var Gunnar Finnlaugsson, Ture 0steris frá Noregi 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.