Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 4
FORSÍÐUMYNDIN er af ungum skólabörnum við sundiðkan- ir. í þessu hefti fjallar Halldór Sigurðs- son íþróttakennari um iþróttalif i skól um og það hlutverk ungmennafélag- anna að stuðla að auknu íþrótta- og fé lagsstarfi skólaæskunnar. Framkvæmdastjórn UMFÍ Eins og skýrt hefur verið frá áður í Skinfaxa, var gerð breyting á lögum UMFÍ á síðasta sambandsþingi í fyrra. Samkvæmt henni var fjölgað í stjóm samtakanna úr 5 í 7, en stjórnin kýs framkvæmdastjórn. Skipa hana tveir menn úr stjóminni ásamt framkvæmda- stjóra UMFÍ. Framkvæmdastjómin var kosin strax að loknu sambandsþinginu, þ. e. 25. júní 1973. Hlutu þeir Hafsteinn Þorvaldsson og Guðmundur Gíslason kosningu, og skipa þeir framkvæmda- stjórn ásamt Sigurði Geirdal fram- kvæmdastjóra. — Framkvæmdastjórnin heldur fundi vikulega og vinnur sam- kvæmt starfsreglum sem stjórnin setur. Hefur þetta stjórnarfyrirkomulag revnst mjög vel og gert stjórnkerfið virkara og viðbragðsfljótara en áður. Framkvæmdastjómín á fundi í skrifstofu XJMFÍ í Reykjavík. Frá vinstri: Guðmundur Gíslason, Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Geirdal. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.