Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 16
framkvæmd fjáraflana svo sem blaðaút- gáfu, happdrættis, samkoma og sölu minjagripa o. fl. Árlega hef ég tekið þátt í undirbúningi og framkvæmd Bindindis- móts í Vaglaskógi. Það hafa verið menn- ingarsamkomur sem lialdnar hafa verið árlega síðustu 10 ár í Vaglaskógi, nema í fyrra, þá var mótið við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, þar sem Vaglaskógur fékkst ekki til samkomuhalds, m. a. vegna lé- legrar aðstöðu. Bindindismótið hefur verið haldið af HSÞ og nokkrum félaga- samtökum í Eyjafirði. Fræðslumál er stór þáttur í starfi HSÞ og er mér mjög annt um þann þátt, því ég hef 'haft tækifæri að sinna þeim nokkuð. Ég sótti námskeið hjá Æskulýðsráði ríkisins fyrir kennara í félagsfræðslu. Síðan hef ég stjórnað 3 námskeiðum á vegum HSÞ og viðkom- andi félags, þ. e. Eilífi, Einingu og Bjarma. Ég tel árangur mjög góðan af þessum námskeiðum og bendir áhugi fyrir áframhaldandi námsefni til ánægju þátttakenda. Fræðsluefni Æ.R.B. hefur verið skipt í tvennt, þ. e. möppu I og möppu II. Mappa II kemur vonandi út í haust og þá býst ég við að efnt verði til framhaldsnámskeiða hjá áðurgreindum félögum auk þess að efnt verður til fleiri námskeiða í möppu I hjá þeim félögum sem þess óska. Nokkur tími fer vitaskuld í samstarf með ýmsum ráðum og nefndum, sem vinna að márgvíslegum verkefnum. Og svo eru ávallt fvrir hendi urmull ýmissa úrlausnarefna sem framkvæma þarf. Ég kvarta ekki undan verkefnaskorti. — Hvernig er virkni í stjórnkerfi HSÞ? — Það má nú vafalaust ýmislegt gott og slæmt finna í stjómkerfi HSÞ. Mér stjórnarfundir þurfi að vera bundnari við ákveðinn tíma og þeim þarf að fjölga þó haldnir séu 8—10 fundir nú. Myndun framkvæmdaráðs tel ég heppilega svo að framkvæmdastjóri hafi ábyrga menn sér við lilið sem hittast mjög oft og rökræða málin. Varðandi virkni stjórnarmanna get ég sagt að hún þyrfti skilyrðislaust í flestum tilfellum að vera mun meiri og ábyrgari. — Finnst þér að ungmennafélags- hreyfingin eigi framtíð fyrir sér á Islandi? — Ég get svarað þessari spurningu nokkuð ákveðið og stutt. Ég álit að ung- mennafélagshreyfingin sé eina aflið í ís- lensku þjóðfélagi sem jafnframt getur unnið að æskulýðs- og íþróttamálum á- samt menningaiTnálum almennt í dreif- býli landsins og jafnvel í þéttbýli einnig. — Þykir þér gaman að starfinu? — Já mér þykir mjög gaman að starfa að þessum málum, sérstaklega að kynn- ast því fólki sem er innviður hreyfingar- innar. Einnig er mér annt um það að taka þátt í framtíðarstefnumótun. Verk- efnin eru ótæmandi. Ég trúi því að hin stórbrotna hugsjón sem varð frumhvöt íslenskra ungmennafélaga um síðustu aldamót, geti blómstrað á ný í breyttu j^jóðfélagi ef leiðin fram á veg er rétt vörðuð. Með virkni í byggðastefnu og mótun framtíðarfræðslumála verði félag- arnir allir virkjaðir. Leitað verði eftir þörfum æskunnar á .hverjum tima og hverjum einstaklingi sköpuð aðstaða til þátttöku í mótuðum eða nýjum við- fangsefnum hver við sitt hæfi. Ung- mennafélagshreyfingin hlýtur að móta uppbyggingu íþrótta- og félagsaðstöðu, og samvinna þarf að aukast við sveitar- félög, skóla og aðra opinbera aðila. — Hvað vilt þú leggja áherslu á innan HSÞ á komandi árum? — Samvinna milli félaga innan HSÞ 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.