Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 28
um íþróttum í samráði við skólana í hér- aðinu. Þátttakendur voru nokkuð margir og mátti hver skóli aðeins senda 4 kepp- endur í grein, en skólarnir voru 4 talsins. Keppt var í 3 flokkum stúlkna og drengja á barna- og unglingaskólaaldri. Greinarnar sem keppt var í, voru lang- stök.k án atrennu, hástökk með atrennu og þrístökk án atr. Á mótinu náði 14 ára stúlk.a, Hulda Hauksdóttir, unglingaskól- anum Höfn, ágætum árangri. Hulda stökk 1,45 m í hástökki sem er nýtt Úlfljótsmet, einnig bætti Hulda langstökksmet í sínum aldursflokki, stökk 2.33 m. Skák og bridge er alltaf nokkuð stund- að í héraðinu. Var m. a. haldið skákmót á Höfn. Um sumarmálin fór fram bridge- keppni milli Suðursveitar og Hafnar og sigraði Höfn. UMSS Skinfaxi hafði samband við Stefán Petersen form. UMSS og spurði frétta úr Skagafirði. Stefán sagði að starfið hefði verið með líku sniði og undanfarin ár. Nú seinni hluta vetrar voru haldin mót í skák og bridge. í bridge var bæði efnt til sveitakeppni og tvímenn- ingskeppni. í sveitakeppninni kepptu 9 sveitir um veglegan farandgrip sem Spilaklúbburinn Gárar gaf til keppninn- ar. Sveit Stefáns Guðmundssonar sigraði að þessu sinni. Spilastjóri var Albert Sig- urðsson, Akureyri. í tvímenningskeppn- inni vo .u 16 pör og var spilað á Sauðár- króki og í Steinstaðaskóla. Sigurvegarar urðu Gestur Þorsteinsson og Eiríkur Hansson. Spilastjóri var Stefán Petersen. í skákkeppni tóku 5 sveitir þátt og var keppnin í alla staði fjörug og skemmtileg. Sigurvegari varð A-sveit Tindastóls, sem skipuð var eftirtöldum mönnum: 1. borð: Baldvin Kristjánsson; 2. borð: Kristján Sölvason; 3. borð: Hörður Ingi- marsson; 4. borð: Ej'þór Hauksson. Vara- maður: Ólafur Jóhannsson. A-sveit Tindastóls vann mótið nú þriðja árið í röð og hlaut Riddarastyttuna til eignar. Skákstjóri var Stefán Peterson. * Arsþing HSÞ Dagana 20.—21. apríl 1974 var 61. árs- þing Héraðssambands Suður-Þingeyinga haldið i Hótel Reynihlið við Mývatn i boði íf. Eilífs í Mývatnssveit. Þingið hófst kl. 4 með því að formaður HSÞ, Óskar Ágústsson Laugum, setti þingið með ræðu. Þingforsetar voru kjörnir Jón Illugason, Reynihlíð og Baldvin Kr. Baldvinsson, Rangá. Á þinginu voru lagðar fram eftir- farandi fjölritaðar skýrslur: íþrótta- handbók HSÞ 1974 og Starfsskýrsla HSÞ 1973. Ennfremur voru til sölu eftirfarandi fjölrituð rit: Skýrsla um íþróttastarfsemi HSÞ 1973 og Handbók HSÞ i lausblaða- broti. Verður nú getið helztu atriða úr skýrsl- um þessum: Félagar í HSÞ voru um áramótin 1107 i 13 félögum. Á árinu störfuðu lengri eða sk.emri tíma 8 íþróttakennarar á vegum sambandsins. Haldið var sumarbúðanám- skeið að Laugum 12.—21. júní 1973, þátt- takendur voru um 40 á aldrinum 12—15 ára. Arnaldur Bjarnason, Fosshóli, var endurráðinn framkvæmdastjóri HSÞ fyr- ir síðastliðið ár. Landgræðsla var mikið stunduð á sambandssvæðinu og var miklu stöðutölur rekstrarreikningsins voru kr. 28 SKINFAXÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.