Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 12
Ungmennafélögin og nútíminn Guömundur Gíslason. Hin síðari ár hafa menn velt því fyrir sér hver væri staða ungmennafélags- manna í nútímaþjóðfélagi. Hvort þessi félagshreyfing sem spratt upp sem þjóð- ernishreyfing upp úr síðustu aldamótum eigi heima meðal fólks í dag. Vitaskuld er gagnrýni og umræða æski- leg um málefni félagshreyfinga og aðra þætti í þjóðlífinu. Þannig má vænta þess að eðlileg þróun fái greiðastan framgang. Það heyrist oft rætt um hnignunarskeið hjá ungmennafélögunum, þau væru á villugötum og kæmu ekki til móts við fólkið sem byggir landio. Raunar verður því ekki neitað að starfið hefur verið í öldum sem og ann- að í margbrotnu lífsferli mannanna. í up]diafi var félagslegur þáttur starfsins mjög stór miðað við aðra starfsemi, svo sem íþróttir, en breytingar hafa orðið á ríkjandi þáttum starfsins í samræmi við breyttar aðstæður. Þannig hefur á ákveðnum tímum dregið ur félagsstarf- seminni og íþróttastarfið orðið meira áberandi. Hafa þar mestu ráðið ytri á- stæður svo sem atvinnuástand, árferði og meðal annars staða í þjóðmálum. Þannig hefur félagsleg starfsemi í formi funda ætíð verið öflugri þegar stórmá'l hafa borið hátt í íslenskri þjóðfélagsbar- áttu. Raddir hafa ómað sem segja ung- mennafélögin blóm aldamótanna er föln- að hafi og höfði ekki til nýrrar kynslóðar. Þessari röksemd er full ástæða til að ’hafna því í henni felst alls ekki djúpstæð hugsun. Hver sá sem kynnir sér inntak og markmið ungmennafélagshreyfingar- innar sér að þar er hreyfing sem byggir meðal annars á máltækinu „maður er manns gaman“ og er beinlínis ætlað að laga sig að aðstæðum á hverjum tíma, en ekki fella einstaklinginn inn í ákveðinn ramma. Það má segja að íþróttirnar hafa verið ofarlega á baugi um nokkurt skeið, en þó er augljóst að straumhvarfa má vænta á næstu árum. Við erum óðum að læra, sem betur fer, að ekki er allt fengið með auði verald- 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.