Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 5
Gunnar Sveinsson: Fé til íþróttastarfs fylgi verðlagsþróuninni Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinrm hve framlög ríkisins til íþrótta- mála hafa aukist mikið á undanfömum 3 árum. Frá 1971 til 1974 hafa framlög til íþróttasjóðs t. d. aukist úr 5 milj. í 43 miljónir. Þarna hefur orðið á stórfelld hreyting til batnaðar. Ber að þakka það sérstaklega fjármálaráðherra Halldóri Sigurðssyni, ásamt menntamálaráðherra Magnúsi Torfa Ólafssyni og fjárveitinga- nefnd Alþingis. Um margra ára skeið í tíð fyrrverandi stjórnar, höfðu þessi framlög staðið ó- breytt, og 5 milj. kr. framlag ríkisins til iþróttasjóðs var svo að segja „frosið fast“. Þar fékkst engu um þokað í mörg ár, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir margra mætra manna, er unnu íþróttum og úti- lífi, og þrátt fyrir að hægt væri að benda a stórfelldar hækkanir á öllum hlutum, °g þar af leiðandi vandræði íþróttasjóðs við að standa við skuldbindingar sínar. Æskilegt væri að slíkt tímabil algjörrar stöðnunar í þessum málum, ætti ekki eftir að endurtaka sig. Ungmennafélagar mega líka vera ánægðir með þann aukna skilning, sem ráðamenn hafa sýnt ung- mennafélagshreyfingunni. Framlag til UMFÍ hefur á þessu tímabili hækkað úr kr. 800.000,00 í kr. 2.200.000,00. Einnig hefur framlag til ÍSÍ aukist að sama skapi eða úr 5 milj. í 8 milj. Efling íþróttasjóðs og aukin framlög til ofangreindi'a samtaka hafa skapað iðk- endum íjirótta og íþróttamönnum aukna bjartsýni um betri aðstöðu til íþróttaiðk- ana og aukins félagslegs starfs í borg og byggð. Sér á að hér hafa menn haldið um stjórnvöld, er þekkja og hafa starfað innan ungmennafélagshrtyfingarinnar og vilja efla og auka félagslegt starf ungra Síjórn UMFÍ hefur reynt að cfla fjárhag hreyfingarinnar án þess að gera framlög til annarra aðilja tortryggileg. Vonandi fá drengir að læra að spyrna knetti í framtíðinni án þess að knattspyrnuforystan reyni að gera ungmennafélögin tortryggileg á Alþingi. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.