Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 15
Allir séu virkir í starfinu Rætt við framkvæmdastjóra HSÞ Arnaldur M. Bjarnason. Arnaldur Mar Bjarnason er einn hinna dugmiklu framkvæmdastjóra ungmenna- félaganna í dag. Hann er einn þeirra manna sem fyrstir gerðust fastir starfs- menn héraðssambanda. Skinfaxi leitaði til Arnaldar og innti 'hann eftir ýmsum málum. — Hvenær komst þú til starfa hjá H.S.Þ.? — Ég hóf starf hjá HSÞ í maí 1972 og hef verið fastur starfsmaður hjá sam- bandinu síðan. — Hvað getur þú sagt mér um sjálf- an þig? — Ég er fæddur í Borgarfirði 28/12 1942. Kona mín er Jónína Björgvinsdóttir frá Akureyri. Börnin eru 3 og heita birna, Bjarni og Björgvin. Við búum á Fosshóli í Suður-Þing, þar sem við hjónin önnumst m. a. rekstur K.S.Þ., Kaupfélags Svalbarðseyrar, Suður-Þingeyjarsýslu. ■— Hvenær hófst þú afskipti af starfi migmennafélaganna? ■—• Það var þegar ég flutti norður í bingeyjarsýslu. Þá gekk ég í Ungmenna- félagið Gaman og alvöru í Ljósavatns- hreppi árið 1967. Þar tók ég þátt í starf- mu að svo miklu leyti sem frístundir leyfðu og þar tendraðist áhuginn fyrir starfi ungmennafélaganna. — Tókst þú þátt í íþróttum á þínum yngri árum og þá hverjum? — Já, lítillega kom ég við það. Ég hef stundað íþróttir nokkuð stöðugt frá 10 ára aldri, en þá gekk ég í Val í Reykjavík og æfði knattspyprnu. Síðar fór ég til Bandaríkjanna og kynntist körfubolta og lagði síðan stund á körfuknattleik bæði í Bandaríkjunum og hér heima síðar. Ann- að veifið gutlaði ég einnig í frjálsum íþróttum. — Hvað getur þú sagt mér um starf þitt hjá HSÞ. Hvaða þættir eru það sem mestan tíma hafa tekið í starfi þínu? — Ja, það er nú nokkuð margt sem nefna má. íþróttamál er stór málaflokk- ur hjá HSÞ og ég eyði ávallt tíma í und- irbúning og skipulagningu íþróttamála ásamt stjórn og nefndum. Má þar nefna íþróttamót, keppnisferðir, æfingar o. fl. Fjármál og rekstur sambandsins hvíla að miklu leyti á mínum herðum ásamt vita- skuld stjórninni. Framkvæmdir eru ávallt nokkrar á sviði fjármála, það þarf að finnst til dæmis svo eitthvað sé nefnt, að ganga frá styrkbeiðnum, skipuleggja SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.