Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 13

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 13
Ungmennafélögin eru vettvangur allra þeirra sem eru ungir í anda. — Menningarlegustu tkemmtisamkomur landsins eru haldnar á þeirra vegum. Myndin er af kátu fólki sem bjó í tjaldbúðum á hátíðinni VOR í DAL um hvítasunnuna í fyrra. legra verðmæta. Við megum ekki spilla svo náttúrunni og umhverfi okkar í stundar gróðaskyni, að ekki verði rúm til að öðlast andlegan þroska. Ungmennafélögin skynja þörf manns- ins til að starfa í samfélagi meðbræðra sinna að hugsjónum sínum án togstreitu og samkeppnisspennu. Til þess að treysta grundvöll þessarar starfsemi er nú lögð naikil áhersla á að þjálfa alla þá sem vilja, í almennu félagsstarfi. Með starf- rækslu félagsmálanámskeiða og með þátttöku allra félaganna í félagsstarfinu. Ungmennafélagar hafa ekki lagt niður bá iðju sína að frambera skemmtiefni hver fyrir annan í stað þess að kaupa ein- göngu atvinnuskemmtikrafta. Virðist þessi skoðun geta fallið vel að þjóðfélagi nutímans, þarsem kvartað, er undan því að einstaklingurinn finni sig ekki í skemmtun með öðru fólki vegna hlut- leysis í skemmtuninni. Ef eitthvað í starfsemi ungmennafélag- anna hentar ótvírætt ekki í dag þá þarf að breyta þeim liðum í samræmi við nú- tíðina. Ungmennafélagshreyfingin er raunverulegur vettvangur allra þeirra sem ungir eru í anda. G.G. íþróttahandbók HSÞ Eysteinn Hallgrímsson hefur tekið saman íþróttahandbók HSÞ, og var henni fyrst dreift fjölritaðri á ársþingi HSÞ í ár. Þetta er lausblaðabók, gefin út i tilefni 60 ára afmælis HSÞ, sem er á þessu ári. Handbókin geymir miklar heimildir urn íþróttir Suður-Þingeyinga allt frá aldamótum. Þar eru skrár um bestu afrek í ýmsum greinum, bestu árs- afrek, HSÞ-met í hinurn ýmsu grein- um, árangur Þingeyinga í knattleikjum og Norðurlandsmeistaramótum. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.