Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 21
SKÓLAÍÞRÓTTALÍF þarf aðstoð héraðssambandanna íþróttastarf í skólum úti á lands- byggðinni er viða erfiðleikum háð. Eigi að síður hefur í skólum margra byggðarlaga verið unnið frábært og árangursríkt starf við erfiðar að- stæður. Samstarf og samskipti skólaæskunnar er mikilvægt til að efla íþrótta- og félagslif meðal unglinganna. Til þess að það megi takast sem best er samstarf skól- anna og héraðssambandanna mjög mikilvægt. Um þennan mikilsverða þátt uppeldismála fjallar Halldór Sigurðsson í eftirfarandi erindi, sem hann flutti á héraðsþingi UMSE í aprílmánuði 1973. í næsta hefti Skinfaxa verður birt skýrsla Halldórs um iþróttirnar í skólum í Eyjafirði á þessum vetri. Mér hefur verið falið það verkefni að mæla hér nokkur orð um samskipti skól- anna hér á sambandssvæðinu og U.M.- S.E. Eins og þið eflaust vitið, þá er í gangi um vetrarmánuðina íþróttakeppni milli einstakra skóla bæði innan sam- bandssvæðis U.M.S.E. og einnig lengra til, t. d. við skólana á Akureyri og í S-Þingeyjarsýslu. En þessar keppnir eru allar skipulagðar og stjórnað af skólunum sjálfum og þá oftast af íþróttakennurum viðkomandi skóla. Einnig mun Æskulýðs- ráð Akureyrir eitthvað hafa þar hönd í bagga, Þó þetta sé vissulega skref í rétta átt, þá þarf þarna mikið betur og meira að gera. Mót þessi hafa verið nokkuð laus í reipunum með einstaka greinar og hefur sumum skólum ekki verið boðin þátttaka. Mun það sennilega vera skipu- lagsleysi að kenna fyrst og frernst. Þess vegna finnst mér og vonandi fleir- um að þarna sé verðugt verkefni fvrir sambandið að glíma við. Veit ég að við íþróttakennarar á sambandssvæðinu munum fagna því ef jietta verkefni væri tekið fastari tökum. Mín uppástunga er sú, að þetta þing skipi nefnd, sem taki að sér að sjá um þessa starfsemi fyrir næsta vetur og myndi síðan skila skýrslu á næsta sambandsþingi um liðið starfsár. Þessi nefnd yrði að mínu viti, að vera skipuð helst tveimur starfandi íþrótta- kennurum á sambandssvæðinu og 2—3 öðrum dugandi starfskröftum. Um keppnisgreinar ætti ekki að þurfa að fjöl- yrða, en keppa þyrfti að sjálfsögðu í sem flestum greinum líkamlegum sem and- legum. Bikarkeppni væri hæglega hægt að koma af stað og þá með stigakeppnis- fyrirkomulagi. Hafa mér persónulega reynst vel slík mót innan skólans. Ekki er að efa að slík mót sem þessi mvndu tengja skólana sterkari böndum. íþrótta- legt gildi slíkra móta er vissulega mikils vert, en ekki má þó gleyma því, að félags- lega hafa börnin og unglingarnir sérstak- SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.