Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 27
FRÉTTIR ÚR STARFINU * Arsþing HSH Ársþing HSH var haldið í Stykkishólmi 21. apríl sl. Til þingsins mttu um 30 full- trúar frá 6 félögum. Þingforseti var Ell- ert Kristinsson, en þingritari Gunnar Kristjánsson. Forseti sambandsin, Guð- mundur Sigurmonsson, flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri, Sigurður Rúnar El- íasson, reikninga. Gestir þingsins voru: Sigurður Geirdal, framkvstj. UMFÍ, Sveinn Björnsson vara- forseti ÍSÍ, Helgi Lárusson, formaður átt- hagafél. Snæfellsness- og Hnappadalss., °g nýráðinn frkvstj., Ingimundur Ingi- mundarson. I stjórn sambandsins voru kjörnir: Guðmundur Sigurmonsson form., Gunnar Kristjánsson ritari, Sigurður R. Elíasson gjaldkeri, Þórður Gíslason og Sigurður Hjörleifsson meðstjórnendur. Pormenn einstakra ráða voru kosnir: Frjálsíþróttaráð: Sigurþór Hjörleifsson. Knattspyrnuráð: Gylfi Scheving. Sundráð: Jakob Már Gunnarsson. Badmintonráð: Gunnar Gunnarsson. Starfsiþróttaráð: Guðbjartur Gunnarsson Glimuráð: Halldór Ásgrímsson. Skákráð: Ottó Árnason Körfuknattleiksráð: Einar Sigfússon. Landgrunnsráð: Skúli Alexandersson. Nýlega tók til starfa nýráðinn framkv,- stjóri, Ingimundur Ingimundarson, íþr.- kennari, og verður hann í starfi hjá sam- bandinu til 15. september. Ingimundur hefur mikla reynslu í starfi sem þessu, og hefur áður starfað hjá UMSS og HSS. Mun hann annast framkvæmda- og skipulagsatriði fyrir sambandið og veita aðildarfélögunum alla þá þjónustu er þau æskja. Auk þess starfar hann að þjálfun héraðsliðs i frjálsum íþróttum og sundi. Væntir HSH að við komu hans vaxi starfið veruiega og hvetur ungmennafé- laga að nýta sér þennan starfskraft. Búsetu mun Ingimundur hafa að Stakkhamri í Miklaholtshreppi. USÚ U ngmennasambandið Úlfljótur Skinfaxi hafði samband við Torfa Steinþórsson, Hala, og spurði frétta úr Austur-Skaftfellssýslu. Torfi sagði að hjá þeim hefði lifið sem betur fer gengið sinn vanagang í vetur og starfið hefði verið með líku sniði og áður. í mars hélt USÚ innanhússmót i frjáls- SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.