Skinfaxi - 01.04.1974, Side 23
þessi stúlka var vön og búin að æfa við
allan veturinn, var kennslustofa með
teppi á steingólfi, borðum með veggjum
og ljósakrónur hangandi niður úr loft-
inu. Hvaða árangri hefði þessi unga og
efnilega stúlka náð ef hún hefði haft gott
hús til að æfa sig í, eða, og kem ég þá
aftur að skólakeppninni, hefði hún ferð-
ast um veturinn nokkrum sinnum og
fengið að keppa við aðra skóla í betri
salarkynnum? Hefði hún ekki einmitt þá
fengið þá æfingu sem við, salarlausir,
gátum ekki veitt henni? Sé horft á þessar
staðreyndir, þá hljótum við að viður-
kenna, að starfsemi sem þessi hlýtur að
vera verðugt verkefni fvrir Ungmenna-
sambandið.
Að lokum þetta: Skólaíþróttalíf og þá
einnig íþróttir fyrir alla krefjast mann-
virkja, og það er skylda okkar og stjórna
héraða og félaga að sjá til þess, að þau
séu byggð. Sé fallist á það sem megin-
reglu að fyrir slíkum mannvirkjam sé
séð, krefst það einnig samsvarandi á-
byrgðarskyldu, svo og þeirrar skyldu að
tryggja það að mannvirkin séu mikið not-
oð og af mörgum. Og að þau séu þannig
í sveit sett að þau séu til afnota fyrir allan
almenning þegar skólafólk hefur j)eirra
ekki þörf.
Framkvæmd þessara meginreglna mun
vafalaust hafa ýmis vandamál í för með
sér og eins munu mörg og flókin vanda-
mál spretta upp við framkvæmd á j)ess-
ari skólakep]mi, sem vonandi mun hefjast
hjá okkur á komandi hausti. En joetta
munu verða þau vandamál sem við mun-
um leysa en ekki forðast.
Halldór Sigurðsson,
Þelamerkurskóla,
Hörgárdal, Eyjafirði.
Landsflokkaglíman 1974
Landsflokkaglíman, 26. i röðinni, var
háð i Vogaskóla 30. maiz 1974. Glimt var
í þremur þyngdarflokkum fullorðinna og
í unglinga-, drengja- og sveinaflokki.
Þátttakendur Landsflokkaglímunnar voru
23 frá sex félögum og héraðssamböndum.
Frá Glímufélaginu Ármanni (Á) 4, Ung-
mennafélaginu Breiðabliki (UBK) 3,
Héraðssambandi S-Þingeyinga (HSÞ) 5,
Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (KR) 1,
Ungmenna- og iþróttasambandi Austur-
iands (UÍA) 4, Ungmennafélaginu Vík-
verja (V) 9.
Mótið var sett af Guðmundi Guð-
mundssyni, formanni Giímusambands ís-
lands, en afhending verðlauna og mótslit
annaðist Þorsteinn Einarsson. Glímu-
stjórar voru: Guðmundur Ágústsson og
Kjartan Bergmann Guðjónsson. Yfirdóm-
ari: Guðmundur Freyr Halldórsson. Með-
dómarar: Eysteinn Sigurðsson og Ólafur
Guðlaugsson.
Úrslit í flokkum urðu þessi:
1. þyngdarfl. (yfir 84 kg.)
1. Pétur Yngvason V. 3y2 v.
2. Jón Unndórsson, KR 2y2 v.
2. þyngdarfl. (75—84 kg.)
1. Hjálmur Sigurðsson, V. iy2 + 1 v.
2. Gunnar R. Ingvavsso r V., iy2 v.
3. þyngdavfl. (undir 75 kg.)
1. Halldór Konráðsson, V. 1 v.
Unglingafl. (18—19 áTa)
1. Óskar Valdimarsson, V. 3y2 v.
2. Þóroddur Helgason, V. 2 v.
3. Hörður M. Kristjánseon, UBK 2 v.
Drengjafl. (16—17 ára)
1. Eyþór Pétursson, HSÞ 6 v.
2. Jóhann Gunnarsson UÍA 4y2 v.
3. Gísli Guðmundsson, UBK 4 v.
Sveinaflokkur (14—15 ára)
1. Auðunn Gunnarsson, UÍA 1 v.
23
SKINFAXI