Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 7
Frá Evrópu- meistaramótinu í frjálsum íþróttum A Evrópumeistaramót- inu í frjálsum íþróttum ■nnanhúss vakti 100 m hlaupið einna mesta at- hygli. Sovézki hlaupar- ■nn Valeri Borsov, sem vann tvenn gullverðiaun á olympíulcikunum 1972, kom nú aftur til heppni eftir nokkurt hlé. Þegar hann kraup við rásmarkið, studdi hann aðeins annarri hendinni niður. Sést það vel á efri myndinni cem tekin er í undanrásum, en Borsov er fremst. Sumir héldu að þarna væri komin fram ný tækni í viðbragðinu, en ástæðan mun hafa verið sú að hlauparinn hafði meiðst illa á fingri. Borsov sigraði auðveldlega í úrslitun- lun eins og cést á neðri myndinni. Svíinn Garpenborg varð fjórði (3. frá hægri á myndinni). Haninn Jesper Törrin stökk 2.17 m í hástökki og varð fjórði. Við íslendingar getum líka glaðst yfir þcim ágæta árangri Ágústs Ásgeirssonar að komast í úrslit í 1500 m, en þar varð hann sjötti. Mótið var háð í Gautaborg. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.