Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 24
Næst betri árangur með því að synda nakinn? í frásögn af fyrsta heimameistaramót- inu í sundi í 6. hefti Skinnfaxa 1973 var sagt frá nýstárlegum sundklæðnaði aust- urþýsku stúlknanna. Margir héldu að leyndardómur árangurs þeirra lægi að einhverju leyti í þessum nýju sundbolum sem veittu sáralitla mótstöðu í vatninu. Nú hefur vesturþýskur sundþjálfari, Ger- hard Hetz, gert tilraunir á þessu sviði og skýrt frá þeim í þýsku blaði. Hetz fullyrðir að austurþýska sund- fólkið æfi án sundfata, en hefur samt engar sannanir fyrir því. Sjálfur stóð hann fyrir tilraunum af þessu tagi í Vest- ur-Þýs'kalandi. Hafði hann fimm stúlkur og fjóra pilta úr hópi afrekssundfólks sér til hjálpar og lét það synda ýmist nakið eða í sundklæðum. Fyrir tilraunina hafði Hetz fullyrt að sundfólkið myndi auð- veldlega hnekkja bæði þýskum metum og Evrópumetum og jafnvel heimsmet- um þegar það fengi að keppa strípað. En niðurstaðan varð á annan veg. Mesti munur á 100 metra spretti varð 3/10 úr sekúndu. En stúlkurnar sem þátt tóku í tilraun- inni, voru á einu máli um að það væri miklu skemmtilegra að synda án sund- bols og allar hreyfingar í vatninu auð- veldari. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.