Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1974, Blaðsíða 17
þarf að aukast, hvernig sem það tekst. Einnig þarf starf félaganna að vaxa, svo ekki verði reist háhýsi án undirstöðu. Þannig er starf félaganna forsenda að starfi HSÞ. Samvinna þarf að vera traust milli skóla í héraði og ungmennafélag- anna varðandi uppbyggingu húsnæðis og aðstöðu svo skipuleggja megi sem hag- kvasmust afnot. — Hvað getur þú sagt mér um aðstöðu til íþróttaiðkana á svæði HSÞ í dag? — Aðalaðsetur hefur verið á Laugum, enda Laugaskóli byggður að frumkvæði engmennafélaganna um 1925. Á Laug- um verður væntanlega áfram aðalaðstaða en jafnframt þarf að nýta alla aðstöðu í héraðinu til afnota fyrir félögin. Nú þeg- ar eru hafnar framkvæmdir við byggingu íþrótta- og félagsaðstöðu viða í héraðinu. Þannig er unnið að gerð íþróttaaðstöðu við Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og félags- og íþróttamiðstöð við Hafralækj- arskóla í Aðaldal. Unnið er að byggingu fullkomins íþróttavallar á Húsavík og þar er hafinn undirbúningur veglegs íþrótta- húss. I byggingu er stórt íþróttahús á Laugum og mun HSÞ fá þar 60 ferm. húsnæði, sem breyta mun verulega fé- lagsaðstöðu HSÞ. I Mývatnssveit eru í undirbúningi sundlaugaframkvæmdir. Allt þetta mun gjörbreyta aðstöðu til lík- amsræktar og heilsuverndar. — Hver er þinn óskadraumur, Arn- a!dur? — Minn óskadraumur er að sjá ár- angur af starfinu, og ég óska að ung- mennafélagshreyfingin fái öruggan rekstrargrundvöll og að fjárskortur þurfi ekki ætíð að vera starfinu fjötur um fót, því að verkefnin eru óþrjótandi og margt þyrfti að framkvæma sem ekki hefur tek- ist enn vegna fjárskort. Jafnframt óska ég þess að hver einasti félagsmaður í ungmennafélagi sé virkur þátttakandi í starfinu, hver á sína vísu, og vinni ötul- lega samkvæmt kjörorðinu sigilda: ls- land allt. G.G. Laugar í Reykjadal er helsta íþróttamið'stöð HSÞ. Myndin er tekin á íþróttavellinum þar á landsmóti UMFÍ árið 1961. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.